Verzlingar fara í sleik gegn gjaldi til þess að byggja skóla í Afríku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. febrúar 2015 11:32 Nemendur Verzlunarskóla Íslands geta valið um að kaupa koss, sleik eða svokallaðan þrísleik, allt í þágu góðgerðamála. Tvær nefndir á vegum Nemendafélagsins standa fyrir svokölluðum Kissing Booth, eða kossaklefa í hádeginu í dag, að bandarískri fyrirmynd. Tilefnið er bæði svokölluð Valentínusarvika og góðgerðavikan sem verður í næstu viku. „Við höfðum séð svona Kissing Booth í bandarískum kvikmyndum og okkur þótti þetta sniðug hugmynd. Þar kosta kossarnir alltaf eitthvað og okkur fannst það frábær leið til að safna peningum til góðgerðamála," segir Benedikt Benediktsson, formaður skemmtinefndar NFVÍ. Að sögn Svövu Jóhannessen, formanns Góðgerðarnefndar NFVÍ, eru nemendur Verzlunarskólans mjög duglegir við að safna peningum til góðgerðarmála. „Við höfum safnað fyrir byggingu skóla í Úganda sem er nú tilbúinn og erum að fjármagna bygginu skóla í Keníu," útskýrir hún.Hægt að kaupa þrísleik Hægt verður að kaupa venjulegan koss á 100 krónur, en þeir sem hafa áhuga á frekara kossaflensi geta keypt sleik á fimm þúsund krónur og svokallaðan þrísleik á tíu þúsund krónur. Þá borgar einhver tíu þúsund krónur fyrir að fara í sleik með tveimur í einu. Að sögn þeirra Benedikts og Svövu er afar ólíklegt að einhver muni kaupa þrísleik. „Þetta er nú mest bara fyndið," segir Benedikt. „Ég held að það sé einn strákur sem gæti viljað þetta," segir Svava og hlær. Að sögn Benedikts var haft samband við nokkra nemendur upp á að selja kossa sína til góðs málefnis. „Þetta er jafnt hlutfall af strákum og stelpum. Við töluðum við þau fyrir helgi og spurðum þau hvort áhugi væri fyrir því að taka þátt. Þetta er allt fólk sem okkur þótti líklegt til að hafa gaman af þessu."Talið niður í Valentínusardaginn Spenna virðist ríkja á meðal nemenda Verzló, fyrir Valentínusardeginum sem verður á laugardaginn. Sérstök hátíðarvika er í skólanum í tilefni af degi elskenda. „Við verðum til dæmis með Djúpu laugina, þar sem þrír strákar keppast um eina stelpu, en í fyrra var þetta öfugt; þá voru þrjár stelpur að keppast um einn strák. Þetta verður bara með sama fyrirkomulagi og í þáttunum hér áður fyrr. Tjald verður á milli stelpunnar og strákanna þriggja svo þau vita ekkert hver er að svara," útskýrir Benedikt. Hann segir að fleira verði á döfinni í vikunni. „Það verður nóg um að vera, til dæmis kemur Friðrik Ómar í heimsókn og syngur ástarlög, svo eitthvað sé nefnt."Söfnuðu á aðra milljón króna Svava segir að í fyrra hafi 1,2 milljónir krónar safnast til góðgerðarmála, í hinum ýmsu uppákomum í Verzlunarskólanum. Hún segir að Góðgerðarnefndin sé dugleg að koma sér á framfæri. „Við troðum okkur inn í allar samkomur og reynum að safna peningum. Og það gengur ótrúlega vel. Í næstu viku hefst svo góðgerðarvikan í skólanum. Þá verðum við með alls kyns safnanir. Skemmtilegast er líklega áskoranirnar sem verða í hádeginu á fimmtudaginn. Þá geta nemendur skráð sig, staðist áksoranir og safnað peningum með áheitasöfnunum. Til dæmis gæti einhver aflitað á sér hárið, rakað á sér fótleggina eða eitthvað skemmtilegt. Eins geta þeir sem vita að vinir þeirra hafa einhverja fóbíu skráð þá til leiks og hjálpað þeim að yfirstíga óttann og safnað peningum á sama tíma.Fertugir karlar sendir í burtu Kossaklefinn verður í hádeginu í dag og segir Benedikt að þetta sé fyrst og fremst til gamans gert, að allir sem taki þátt séu þarna af fúsum og frjálsum vilja. Hann segir að uppákoman sé fyrst og fremst fyrir nemendur Verzló. „Ég ætla rétt að vona að hingað mæti ekki einhverjir fertugir karlmenn sem vilji kaupa koss af stúlkum í skólanum. Þá segi ég stopp og hendi þeim út," segir hann hlæjandi. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Nemendur Verzlunarskóla Íslands geta valið um að kaupa koss, sleik eða svokallaðan þrísleik, allt í þágu góðgerðamála. Tvær nefndir á vegum Nemendafélagsins standa fyrir svokölluðum Kissing Booth, eða kossaklefa í hádeginu í dag, að bandarískri fyrirmynd. Tilefnið er bæði svokölluð Valentínusarvika og góðgerðavikan sem verður í næstu viku. „Við höfðum séð svona Kissing Booth í bandarískum kvikmyndum og okkur þótti þetta sniðug hugmynd. Þar kosta kossarnir alltaf eitthvað og okkur fannst það frábær leið til að safna peningum til góðgerðamála," segir Benedikt Benediktsson, formaður skemmtinefndar NFVÍ. Að sögn Svövu Jóhannessen, formanns Góðgerðarnefndar NFVÍ, eru nemendur Verzlunarskólans mjög duglegir við að safna peningum til góðgerðarmála. „Við höfum safnað fyrir byggingu skóla í Úganda sem er nú tilbúinn og erum að fjármagna bygginu skóla í Keníu," útskýrir hún.Hægt að kaupa þrísleik Hægt verður að kaupa venjulegan koss á 100 krónur, en þeir sem hafa áhuga á frekara kossaflensi geta keypt sleik á fimm þúsund krónur og svokallaðan þrísleik á tíu þúsund krónur. Þá borgar einhver tíu þúsund krónur fyrir að fara í sleik með tveimur í einu. Að sögn þeirra Benedikts og Svövu er afar ólíklegt að einhver muni kaupa þrísleik. „Þetta er nú mest bara fyndið," segir Benedikt. „Ég held að það sé einn strákur sem gæti viljað þetta," segir Svava og hlær. Að sögn Benedikts var haft samband við nokkra nemendur upp á að selja kossa sína til góðs málefnis. „Þetta er jafnt hlutfall af strákum og stelpum. Við töluðum við þau fyrir helgi og spurðum þau hvort áhugi væri fyrir því að taka þátt. Þetta er allt fólk sem okkur þótti líklegt til að hafa gaman af þessu."Talið niður í Valentínusardaginn Spenna virðist ríkja á meðal nemenda Verzló, fyrir Valentínusardeginum sem verður á laugardaginn. Sérstök hátíðarvika er í skólanum í tilefni af degi elskenda. „Við verðum til dæmis með Djúpu laugina, þar sem þrír strákar keppast um eina stelpu, en í fyrra var þetta öfugt; þá voru þrjár stelpur að keppast um einn strák. Þetta verður bara með sama fyrirkomulagi og í þáttunum hér áður fyrr. Tjald verður á milli stelpunnar og strákanna þriggja svo þau vita ekkert hver er að svara," útskýrir Benedikt. Hann segir að fleira verði á döfinni í vikunni. „Það verður nóg um að vera, til dæmis kemur Friðrik Ómar í heimsókn og syngur ástarlög, svo eitthvað sé nefnt."Söfnuðu á aðra milljón króna Svava segir að í fyrra hafi 1,2 milljónir krónar safnast til góðgerðarmála, í hinum ýmsu uppákomum í Verzlunarskólanum. Hún segir að Góðgerðarnefndin sé dugleg að koma sér á framfæri. „Við troðum okkur inn í allar samkomur og reynum að safna peningum. Og það gengur ótrúlega vel. Í næstu viku hefst svo góðgerðarvikan í skólanum. Þá verðum við með alls kyns safnanir. Skemmtilegast er líklega áskoranirnar sem verða í hádeginu á fimmtudaginn. Þá geta nemendur skráð sig, staðist áksoranir og safnað peningum með áheitasöfnunum. Til dæmis gæti einhver aflitað á sér hárið, rakað á sér fótleggina eða eitthvað skemmtilegt. Eins geta þeir sem vita að vinir þeirra hafa einhverja fóbíu skráð þá til leiks og hjálpað þeim að yfirstíga óttann og safnað peningum á sama tíma.Fertugir karlar sendir í burtu Kossaklefinn verður í hádeginu í dag og segir Benedikt að þetta sé fyrst og fremst til gamans gert, að allir sem taki þátt séu þarna af fúsum og frjálsum vilja. Hann segir að uppákoman sé fyrst og fremst fyrir nemendur Verzló. „Ég ætla rétt að vona að hingað mæti ekki einhverjir fertugir karlmenn sem vilji kaupa koss af stúlkum í skólanum. Þá segi ég stopp og hendi þeim út," segir hann hlæjandi.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira