Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 21:45 Casper Mortensen eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00
Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12