Viðskipti innlent

AGS spáir minni hagvexti en áður hafði verið reiknað með

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað spá sína um hagvöxt í heiminum á þessu ári og spáir nú þriggja komma fimm prósenta vexti í stað þriggja komma átta prósenta, sem spáð var í október síðastliðnum.

Þá hefur vöxturinn á næsta ári einnig verið minnkaður í spám bankans. Þessi breyting er gerð þrátt fyrir lækkun olíuverðs, sem kemur sér vel fyrir flestar þjóðir heimsins.

Það dugar þó ekki til að koma í veg fyrir samdrátt, sem skýrist helst af minni fjárfestingu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×