Þegar Ísland slátraði Frökkum í Bördelandhalle Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2015 14:00 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari missti sig algjörlega í þessum leik. vísir/pjetur Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. Sá leikur fór fram í Bördelandhalle í Magdeburg og var spilaður degi eftir mjög óvænt tap gegn Úkraínu. Staðan var ósköp einföld fyrir leik. Ísland varð að vinna, annars færi liðið heim með skottið á milli lappanna. Þeir voru líklega ekki margir sem höfðu trú á því að Ísland gæti strítt ofurliði Frakka í leiknum. Ekki síst í ljósi hörmulegrar spilamennsku gegn Úkraínu. Annað kom á daginn. Strákarnir sýndu í þessum leik að þeir gætu unnið hvaða lið sem er í heiminum.Fögnuður strákanna eftir leik stóð lengi. Það vildi enginn hætta að fagna.vísir/pjetur„Þessa leiks verður minnst sem eins besta landsleiks Íslands fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur hjá Íslandi í gær fer í bækurnar sem einn besti hálfleikur í sögu landsliðsins. Það fullyrði ég. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og það gekk allt upp. Sama hvar gripið er niður," skrifaði ofanritaður í Fréttablaðið daginn eftir leik. Ísland leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 18-8, og hélt áfram að lemja á Frökkum í þeim síðari. Um miðjan seinni hálfleik áttuðu menn sig á því það mætti ekki vinna Frakka með of miklum mun. Annars hefði liðið farið stigalaust í milliriðil. Það óraði engan fyrir því að strákarnir gætu flengt Frakkana með slíkum mun. Þess vegna var enginn búinn að spá í markamuninum fyrr. Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þrem mínútum fyrir leikslok að hafa áhyggjur af því að vinna leikinn of stórt. Ef við hefðum sigrað með tólf mörkum eða meira hefði Úkraína farið áfram og við með en án stiga. Ég bað því leikmenn um að hægja á og passa sig,“ sagði Alfreð og hló mjög dátt í viðtali við Fréttablaðið eftir leik en hann hefur aldrei sést fagna sigri á álíka hátt og eftir þennan leik. Hljóp og hoppaði um allt eins og óður maður.Alfreð á flugi um fjalir Bördelandhalle eftir leik.vísir/pjeturSkemmst er líka frá því að segja að Úkraínumennirnir brjáluðust við þetta enda þýddu lokatölurnar að Úkraínumenn fóru heim þrátt fyrir glæstan sigur á Íslandi. Bördelandhalle þetta kvöld var líklega einn sterkasti heimavöllur sem Ísland hefur spilað á. Nánast hver einasti maður í þessu tæplega 8 þúsund manna húsi hélt með Íslandi og öskraði liðið áfram. Ástæðan er sú að það voru Magdeburgar-goðsagnir á gólfinu. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið á sínum tíma og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu svo allir spilað með liðinu. Fyrir vikið fékk Ísland ótrúlegan stuðning frá fólkinu í Magdeburg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðhugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur. Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli annars og áhorfendur ótrúlegir allir saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari kampakátur eftir leikinn. Hér að neðan má sjá helstu atvik úr leiknum ótrúlega. Leik sem var líklega sá besti í sögu íslenska landsliðsins.Guðjón Valur faðmar hér Dag Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliða, en hann var einn fjölmargra Íslendinga á vellinum.vísir/pjetur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00 Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. Sá leikur fór fram í Bördelandhalle í Magdeburg og var spilaður degi eftir mjög óvænt tap gegn Úkraínu. Staðan var ósköp einföld fyrir leik. Ísland varð að vinna, annars færi liðið heim með skottið á milli lappanna. Þeir voru líklega ekki margir sem höfðu trú á því að Ísland gæti strítt ofurliði Frakka í leiknum. Ekki síst í ljósi hörmulegrar spilamennsku gegn Úkraínu. Annað kom á daginn. Strákarnir sýndu í þessum leik að þeir gætu unnið hvaða lið sem er í heiminum.Fögnuður strákanna eftir leik stóð lengi. Það vildi enginn hætta að fagna.vísir/pjetur„Þessa leiks verður minnst sem eins besta landsleiks Íslands fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur hjá Íslandi í gær fer í bækurnar sem einn besti hálfleikur í sögu landsliðsins. Það fullyrði ég. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og það gekk allt upp. Sama hvar gripið er niður," skrifaði ofanritaður í Fréttablaðið daginn eftir leik. Ísland leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 18-8, og hélt áfram að lemja á Frökkum í þeim síðari. Um miðjan seinni hálfleik áttuðu menn sig á því það mætti ekki vinna Frakka með of miklum mun. Annars hefði liðið farið stigalaust í milliriðil. Það óraði engan fyrir því að strákarnir gætu flengt Frakkana með slíkum mun. Þess vegna var enginn búinn að spá í markamuninum fyrr. Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þrem mínútum fyrir leikslok að hafa áhyggjur af því að vinna leikinn of stórt. Ef við hefðum sigrað með tólf mörkum eða meira hefði Úkraína farið áfram og við með en án stiga. Ég bað því leikmenn um að hægja á og passa sig,“ sagði Alfreð og hló mjög dátt í viðtali við Fréttablaðið eftir leik en hann hefur aldrei sést fagna sigri á álíka hátt og eftir þennan leik. Hljóp og hoppaði um allt eins og óður maður.Alfreð á flugi um fjalir Bördelandhalle eftir leik.vísir/pjeturSkemmst er líka frá því að segja að Úkraínumennirnir brjáluðust við þetta enda þýddu lokatölurnar að Úkraínumenn fóru heim þrátt fyrir glæstan sigur á Íslandi. Bördelandhalle þetta kvöld var líklega einn sterkasti heimavöllur sem Ísland hefur spilað á. Nánast hver einasti maður í þessu tæplega 8 þúsund manna húsi hélt með Íslandi og öskraði liðið áfram. Ástæðan er sú að það voru Magdeburgar-goðsagnir á gólfinu. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið á sínum tíma og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu svo allir spilað með liðinu. Fyrir vikið fékk Ísland ótrúlegan stuðning frá fólkinu í Magdeburg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðhugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur. Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli annars og áhorfendur ótrúlegir allir saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari kampakátur eftir leikinn. Hér að neðan má sjá helstu atvik úr leiknum ótrúlega. Leik sem var líklega sá besti í sögu íslenska landsliðsins.Guðjón Valur faðmar hér Dag Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliða, en hann var einn fjölmargra Íslendinga á vellinum.vísir/pjetur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00 Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00
Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00
Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45
Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00
Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30