Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt Arnar Björnsson í Doha skrifar 20. janúar 2015 21:17 Dagur Sigurðsson var mjög ánægður með drengina sína eftir frábæran leik gegn Dönum í Lusail í kvöld. Liðin skiptu 60 mörkum bróðurlega á milli sín. 14 sinnum í fyrri hálfleik var staðan jöfn. Sögulegur leikur, tveir íslenskir þjálfarar að mætast með erlendum liðum á stórmóti. „Ég er gríðarlega ánægður. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki og ég var hræddur um að mínir menn myndu springa á limminu en við gerðum það ekki og spiluðum frábæran leik. Mér fannst bæði liðin spila mjög vel og ekki mikið um feila í fyrri hálfleik. Það var gott að ná jafntefli einum færri þarna í lokin. Allir leikmennirnir gáfu 110 prósent í þetta og ég get ekki verið annað en ánægður með mína menn“. Þú virðist vera að breyta þessu þýska liði, menn eru ferskari og gefa sig alla í verkefnið? „Við reynum að skipta meira svo að þeir séu ferskari í vörninni, stóru karlarnir. Svo erum við með útilínu sem er ekki mjög hávaxin og ekkert svakalegir skotmenn en þetta eru mjög klárir spilarar. Nú var þetta söguleg stund, tveir íslenskir þjálfarar að stýra erlendum liðum á stórmóti? „Já og kannski var það bara ágætt að leikurinn endaði með jafntefli. Gummi var kannski ókátari með úrslitin en Danir eiga tvo leiki eftir og þeir eiga eftir að ná langt. Gummi er að gera þetta allt rétt. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson var mjög ánægður með drengina sína eftir frábæran leik gegn Dönum í Lusail í kvöld. Liðin skiptu 60 mörkum bróðurlega á milli sín. 14 sinnum í fyrri hálfleik var staðan jöfn. Sögulegur leikur, tveir íslenskir þjálfarar að mætast með erlendum liðum á stórmóti. „Ég er gríðarlega ánægður. Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki og ég var hræddur um að mínir menn myndu springa á limminu en við gerðum það ekki og spiluðum frábæran leik. Mér fannst bæði liðin spila mjög vel og ekki mikið um feila í fyrri hálfleik. Það var gott að ná jafntefli einum færri þarna í lokin. Allir leikmennirnir gáfu 110 prósent í þetta og ég get ekki verið annað en ánægður með mína menn“. Þú virðist vera að breyta þessu þýska liði, menn eru ferskari og gefa sig alla í verkefnið? „Við reynum að skipta meira svo að þeir séu ferskari í vörninni, stóru karlarnir. Svo erum við með útilínu sem er ekki mjög hávaxin og ekkert svakalegir skotmenn en þetta eru mjög klárir spilarar. Nú var þetta söguleg stund, tveir íslenskir þjálfarar að stýra erlendum liðum á stórmóti? „Já og kannski var það bara ágætt að leikurinn endaði með jafntefli. Gummi var kannski ókátari með úrslitin en Danir eiga tvo leiki eftir og þeir eiga eftir að ná langt. Gummi er að gera þetta allt rétt. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58