Handbolti

Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/anton/eva björk
Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Egyptum á morgun og líklega er hann frá keppni það sem eftir lifir móts.

Eins og kom fram á Vísi í morgun sýnir Aron einkenni heilahristings eftir högg sem hann fékk frá einum Tékkanum í ellefu marka tapi strákanna okkar í gærkvöldi.

Sjá einnig:Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar

Aron steinlá, fór til búningsklefa og sneri ekki aftur í seinni hálfleik, en Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, vill ekki taka neinar áhættur með hann.

Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðshetja og silfurdrengur, var eðlilega ekki kátur með höggið sem Aron fékk í gær. Hann sagðist á Twitter í gær hafa gert eitthvað í málunum hefði hann verið að spila.

„Ef ég hefði verið að spila og einhver pappakassi hefði meitt Aron viljandi þá hefði ég hefnt í næstu vörn,“ skrifaði Logi á Twitter og bætti við kassmerkinu #team eða lið.

Það er mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án Arons á morgun gegn firnasterku liði Egypta. Vinni strákarnir okkar ekki þann leik fara þeir í forsetabikarinn og ná best 17. sæti. Það yrði versti árangurs Íslands á HM frá upphafi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×