Handbolti

Formaður HSÍ horfir enn á möguleikann á því að keppa um Ólympíusæti

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ,
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Vísir/Valli
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kom til Katar í vikunni og sá Tékka taka Íslendinga í kennslustund á HM í handbolta. Guðmundur segir að krafan sé að íslenska landsliðið keppi um að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu. Hann segir það ekki liggja fyrir ennþá hve mikill kostnaður er við þátttöku íslenska liðsins á HM í Katar.

„Nei ég þori ekki að segja til um kostnaðinn en hann er heilmikill. Við fáum ferðastyrk fyrir ákveðinn hóp. Við þurfum að halda áfram að safna. Við höfum náð endum saman hingað til og vonum að fyrirtæki og ríkið komi og styrki okkur," segir Guðmundur.

Er krafa á að liðið nái árangri á HM?

„Já auðvitað viljum við árangur og ætlum að fara eins langt og við getum í þessari keppni. Það er ekkert launungarmál hjá mér að við erum að horfa á möguleikann á að keppa um Ólympíusæti. Það er krafan því þetta er besta tækifærið til þess. Við eigum síðan annan sjéns í kringum Evrópumótið en þetta er besti sjénsinn á að komast í umspil," segir Guðmundur.

Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×