Branden Grace hafði sigur eftir spennuþrunginn lokahring í Katar 24. janúar 2015 14:15 Grace hafði ríka ástæðu til að fagna á lokaholunni dag. Getty Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira