Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 15:30 Frá aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. Ólafur Þór Hauksson er á hægri myndinni. Vísir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum.
Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10