Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 15:30 Frá aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. Ólafur Þór Hauksson er á hægri myndinni. Vísir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum.
Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10