Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 15:30 Frá aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. Ólafur Þór Hauksson er á hægri myndinni. Vísir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum.
Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10