Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 15:30 Frá aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. Ólafur Þór Hauksson er á hægri myndinni. Vísir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum.
Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10