Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Arnar Björnsson í Katar skrifar 26. janúar 2015 21:01 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. Var aldrei möguleiki á því að vinna Danina? „Ekki eftir fyrstu 10 mínúturnar. Við áttum möguleika fyrir leik en þeir hurfu strax í byrjun. Þeir hlupu yfir okkur með hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og við réðum ekki við það," sagði Björgvin Páll. Hvers vegna voruð þið enn og aftur að gefa mótherjanum þetta forskot í leikjum í keppninni? „Við erum auðvitað að mæta einu besta hraðaupphlaupsliði í heiminum og til að vinna lið eins og Dani verður að spila fullkominn sóknarleik eða að hlaupa fullkomlega til baka. Við gerðum hvorugt í kvöld. Það var leiðinlegt að ná ekki að gera leik úr þessu," sagði Björgvin Páll. Er það ásættanlegt að komast í 16 liða úrslit eða átti liðið að gera betur? „Við viljum alltaf komast í hóp 10 bestu og það er alltaf markmiðið. Það tókst því miður ekki í þetta skiptið og við áttum það ekki skilið miðað við hvernig við spiluðum. En þrátt fyrir að þá er margt sem við þurfum að læra. Framundan eru erfiðir leikir sem við verðum að vinna í undankeppni Evrópumótsins. Það er súrt að falla úr leik á HM og það gegn Dönum sem við höfum yfirleitt mætt í hörkuleikjum og leiðinlegt að ná ekki að stríða þeim meira en þetta," sagði Björgvin Páll. Verður erfitt að fara heim í háttinn og melta þennan leik? „Já þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að sjokkið sé ekki komið strax, það kemur inni í klefa þegar maður fattar að þetta er búið. Þetta hvarf bara allt í einu. Planið var að komast lengra. Þetta mót er búið að vera undarlegt því vorum alltaf með í kollinum að hver einasti leikur myndi styrkja okkur andlega. Það er því leiðinlegra að hafa tapað leiknum í byrjun ef við hefðum haldið okkur inni í leiknum hefði ég haldið að þeir hefðu brotnað. Það er grútfúlt að falla úr leik og sérstaklega á móti Dönum," sagði Björgvin Páll.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira