Úr vörn í sókn Bjartur Steingrímsson skrifar 28. janúar 2015 15:17 Nú styttist í árlegar kosningar í Háskóla Íslands til Stúdentaráðs sem haldnar eru 4. og 5. febrúar næstkomandi. Í Stúdentaráði sitja kjörnir fulltrúar stúdenta og starfa þeir í því umboði sem rödd og armur stúdenta í hagsmunabaráttu sinni, bæði innan veggja skólans sem utan. Þessir fulltrúar stúdenta vinna síðan ötullega að því að bæta hlut stúdenta, bæði með tilliti til gæða náms og umhverfis í Háskólanum en einnig með því að glíma við þau mál sem líkleg eru til að ganga þvert gegn hagsmunum þeirra. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem skapast hefur í kjörum stúdenta og rekstri vinnustaðar þeirra, Háskólans, á síðustu árum hafa þeir ærið verk að vinna. Háskólinn hefur sætt miklum niðurskurði undanfarin ár sem aðeins hefur að litlu leyti verið skilað til baka þó aftur séu til meiri peningar í ríkissjóði. Nú síðast þegar skrásetningargjöld stúdenta voru hækkuð voru framlög til Háskólans skorin niður á móti þannig að tekjulág stétt stúdenta borgar meira, umfram skatta sína, til viðhalds háskóla sem er engu betur settur. Pólitísk virkni og vitundarvakning um hagsmunabaráttu stúdenta á að vera grundvallarhugsjón í starfi Stúdentaráðs. Þar er átt við öll málefni sem tengjast daglegu lífi háskólanemans, stór og smá sem varða starf, kennslu og aðstöðu innan háskólans yfir í pólitískar ákvarðanir sem teknar eru utan veggja háskólans og varða hag stúdenta á marga vegu. Íslenskir stúdentar sem fjölbreyttur hópur mótar sér skoðanir á þessum málefnum og verðskuldar fulltrúa sem þora að láta í sér heyra varðandi þau. Stúdentaráð stundar sitt öfluga starf fyrst og fremst innan Háskólans í góðu samstarfi við stjórn hans og starfsfólk en þar með er þó ekki sagt að hagsmunabarátta stúdenta endi við lóðarmörkin í Vatnsmýrinni. Stúdentaráð sem lætur sig t.a.m. ekki varða um eða telur sig ekki hafa umboð til að tjá sig um tilteknar pólitískar ákvarðanir, ákvarðanir eins og hækkun virðisaukaskatts á bókum og mat eða stórtækar útgjaldaaðgerðir ríkisvaldsins sem skuldsetur komandi kynslóðir, er stúdentaráð sem horfir of þröngt á málin. Alvarleg staða stúdenta kallar á róttækar og oft nýstárlegar aðgerðir. Hvort sem það eru málaferli Stúdentaráðs gagnvart ríkinu í málefnum LÍN eða mótmælaaðgerðir á Austurvelli gagnvart fjárlögum sem skerða hag stúdenta þá er mikilvægt að láta ekki almennar hugmyndir um venjur og hefðir eða velsæmi aftra sér frá því að nýta sér öll tiltæk tól og verkfæri sem nýst gætu stúdentum í baráttu sinni. Hugmyndin um Háskóla Íslands sem öflugan og opinn háskóla fyrir alla landsmenn er hugsjón sem verðugt er að berjast fyrir. Þar er átt við háskóla þar sem öllum er veittur aðgangur að því námi sem þeir kjósa óháð fjárhagstöðu, kyni, kynhneigð, búsetu eða heilsu. Þar er átt við umgjörð og kerfi sem veitir námsmönnum góða og faglega þjónustu, fullnægjandi aðstöðu og mannsæmandi lífsskilyrði til að stunda nám sitt. Þar er átt við stofnun sem er leiðandi í rannsóknum, menntun, aðbúnaði og þjónustu þar sem komandi kynslóðir geta starfað og menntað sig samfélaginu til hagsbóta. Draumurinn um þennan framsækna háskóla hefur á síðustu árum frekar fjarlægst en hitt og ef snúa á þeirri þróun við dugar ekki að malda lauslega í móinn eða láta sem ekkert sé að. Það dugar ekki fyrir stúdenta að láta sem breiðari pólitískar öldur og straumar samfélagsins í heild varði ekki hag þeirra og líf innan háskólans eða muni ekki hafa úrslitaáhrif á það samfélag sem bíður þeirra að námi loknu. Til að snúa þessari þróun við þarf að fara endurvekja hina þögnuðu rödd stúdenta svo hún ómi í samfélaginu öllu. Nú er kominn tími fyrir stúdenta til að vakna af vondum draumi og snúa vörn í sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í árlegar kosningar í Háskóla Íslands til Stúdentaráðs sem haldnar eru 4. og 5. febrúar næstkomandi. Í Stúdentaráði sitja kjörnir fulltrúar stúdenta og starfa þeir í því umboði sem rödd og armur stúdenta í hagsmunabaráttu sinni, bæði innan veggja skólans sem utan. Þessir fulltrúar stúdenta vinna síðan ötullega að því að bæta hlut stúdenta, bæði með tilliti til gæða náms og umhverfis í Háskólanum en einnig með því að glíma við þau mál sem líkleg eru til að ganga þvert gegn hagsmunum þeirra. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem skapast hefur í kjörum stúdenta og rekstri vinnustaðar þeirra, Háskólans, á síðustu árum hafa þeir ærið verk að vinna. Háskólinn hefur sætt miklum niðurskurði undanfarin ár sem aðeins hefur að litlu leyti verið skilað til baka þó aftur séu til meiri peningar í ríkissjóði. Nú síðast þegar skrásetningargjöld stúdenta voru hækkuð voru framlög til Háskólans skorin niður á móti þannig að tekjulág stétt stúdenta borgar meira, umfram skatta sína, til viðhalds háskóla sem er engu betur settur. Pólitísk virkni og vitundarvakning um hagsmunabaráttu stúdenta á að vera grundvallarhugsjón í starfi Stúdentaráðs. Þar er átt við öll málefni sem tengjast daglegu lífi háskólanemans, stór og smá sem varða starf, kennslu og aðstöðu innan háskólans yfir í pólitískar ákvarðanir sem teknar eru utan veggja háskólans og varða hag stúdenta á marga vegu. Íslenskir stúdentar sem fjölbreyttur hópur mótar sér skoðanir á þessum málefnum og verðskuldar fulltrúa sem þora að láta í sér heyra varðandi þau. Stúdentaráð stundar sitt öfluga starf fyrst og fremst innan Háskólans í góðu samstarfi við stjórn hans og starfsfólk en þar með er þó ekki sagt að hagsmunabarátta stúdenta endi við lóðarmörkin í Vatnsmýrinni. Stúdentaráð sem lætur sig t.a.m. ekki varða um eða telur sig ekki hafa umboð til að tjá sig um tilteknar pólitískar ákvarðanir, ákvarðanir eins og hækkun virðisaukaskatts á bókum og mat eða stórtækar útgjaldaaðgerðir ríkisvaldsins sem skuldsetur komandi kynslóðir, er stúdentaráð sem horfir of þröngt á málin. Alvarleg staða stúdenta kallar á róttækar og oft nýstárlegar aðgerðir. Hvort sem það eru málaferli Stúdentaráðs gagnvart ríkinu í málefnum LÍN eða mótmælaaðgerðir á Austurvelli gagnvart fjárlögum sem skerða hag stúdenta þá er mikilvægt að láta ekki almennar hugmyndir um venjur og hefðir eða velsæmi aftra sér frá því að nýta sér öll tiltæk tól og verkfæri sem nýst gætu stúdentum í baráttu sinni. Hugmyndin um Háskóla Íslands sem öflugan og opinn háskóla fyrir alla landsmenn er hugsjón sem verðugt er að berjast fyrir. Þar er átt við háskóla þar sem öllum er veittur aðgangur að því námi sem þeir kjósa óháð fjárhagstöðu, kyni, kynhneigð, búsetu eða heilsu. Þar er átt við umgjörð og kerfi sem veitir námsmönnum góða og faglega þjónustu, fullnægjandi aðstöðu og mannsæmandi lífsskilyrði til að stunda nám sitt. Þar er átt við stofnun sem er leiðandi í rannsóknum, menntun, aðbúnaði og þjónustu þar sem komandi kynslóðir geta starfað og menntað sig samfélaginu til hagsbóta. Draumurinn um þennan framsækna háskóla hefur á síðustu árum frekar fjarlægst en hitt og ef snúa á þeirri þróun við dugar ekki að malda lauslega í móinn eða láta sem ekkert sé að. Það dugar ekki fyrir stúdenta að láta sem breiðari pólitískar öldur og straumar samfélagsins í heild varði ekki hag þeirra og líf innan háskólans eða muni ekki hafa úrslitaáhrif á það samfélag sem bíður þeirra að námi loknu. Til að snúa þessari þróun við þarf að fara endurvekja hina þögnuðu rödd stúdenta svo hún ómi í samfélaginu öllu. Nú er kominn tími fyrir stúdenta til að vakna af vondum draumi og snúa vörn í sókn.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar