Nissan Qashqai öruggasti fjölskyldubíllinn í sínum flokki Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:21 Nissan Qashqai. Sportjeppinn Nissan Qashqai er öruggasti fjölskyldubíllinn sem neytendur hafa úr að velja í flokki minni fjölskyldubíla að mati EuroNCAP, samtaka bíleigenda í Evrópu. Sérfræðingar samtakanna framkvæma reglulega margháttaðar árekstursprófanir á öllum nýjum bílum sem seldir eru í álfunni og meta öryggi þeirra á ýmsar hátt. Á árinu skoraði Qashqai flest stig allra bíla sem prófaðir voru í þessum flokki og hlaut enginn annar bíll jafn mörg stig. Niðurstöðurnar eru enn ein fjöðrin í hatt Nissan á árinu því áður hafa X-Trail og Pulsar fengið fullt hús stiga hjá EuroNCAP fyrir mikið öryggi. Í prófunum á Qashqai var sérstaklega tekið til framúrskarandi öryggis farþega, bæði barna og fullorðinna, auk þess sem ný öryggistækni Nissan sem kölluð er „Nissan Safety Shield“ – eða öryggishjúpur Nissan, þykir einstök nýjung. Hún byggir á 360° myndavélatækni sem tekur við skilaboðum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til 8 mismunandi öryggiskerfa sem vakta umhverfi bílsins með tilliti til aðsteðjandi hættu. Þessi nýja tækni Nissan veitir framúrskarandi alhliða gæði með tilliti til öryggis að mati EuroNCAP. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent
Sportjeppinn Nissan Qashqai er öruggasti fjölskyldubíllinn sem neytendur hafa úr að velja í flokki minni fjölskyldubíla að mati EuroNCAP, samtaka bíleigenda í Evrópu. Sérfræðingar samtakanna framkvæma reglulega margháttaðar árekstursprófanir á öllum nýjum bílum sem seldir eru í álfunni og meta öryggi þeirra á ýmsar hátt. Á árinu skoraði Qashqai flest stig allra bíla sem prófaðir voru í þessum flokki og hlaut enginn annar bíll jafn mörg stig. Niðurstöðurnar eru enn ein fjöðrin í hatt Nissan á árinu því áður hafa X-Trail og Pulsar fengið fullt hús stiga hjá EuroNCAP fyrir mikið öryggi. Í prófunum á Qashqai var sérstaklega tekið til framúrskarandi öryggis farþega, bæði barna og fullorðinna, auk þess sem ný öryggistækni Nissan sem kölluð er „Nissan Safety Shield“ – eða öryggishjúpur Nissan, þykir einstök nýjung. Hún byggir á 360° myndavélatækni sem tekur við skilaboðum frá myndavélum á öllum hliðum bílsins og miðlar þeim til 8 mismunandi öryggiskerfa sem vakta umhverfi bílsins með tilliti til aðsteðjandi hættu. Þessi nýja tækni Nissan veitir framúrskarandi alhliða gæði með tilliti til öryggis að mati EuroNCAP.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent