Í hópfaðmlagi með Ásmundi Friðrikssyni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2015 10:08 Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun