Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 17:53 Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Rússa. vísir/getty Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum. HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira