Al Attiyah vann París - Dakar Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 09:21 Al Attiyah á fullu gasi í keppninni. Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent