Lífið

Edward Hermann látinn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Edward Hermann var nýkominn á áttræðisaldur.
Edward Hermann var nýkominn á áttræðisaldur. Mynd/Getty
Leikarinn Edward Hermann, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem afinn eða pabbinn í hinum vinsæla þætti „Gilmore Girls“ eða Mæðgurnar, lést í gær. Hann lést í New York vegna æxlis í heila.

Auk þess að hafa leikið Richard Gilmore í Mæðgunum er hann þekktur fyrir hlutverk sitt sem Anderson Pearson í þættinum „The Practice“ og fyrir að hafa leikið Franklin D. Roosevelt.

Hermann var 71 árs gamall og hafði leikið í hinum ýmsu kvikmyndum og þáttum í um fjóra áratugi.

Leikkonan Lauren Graham, sem lék Lorealai Gilmore, í mæðgunum minntist hans á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hún það hafa verið mikla ánægju að þekkja hann og að það sé mikið áfall að missa hann. Hún lýsir honum sem góðhjörtuðum og hæfileikaríkum manni.

Hermann vann Tony verðlaunin fyrir leikritið „Mrs. Warren‘s Profession“ eða Starf Frú Warren árið 1976.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×