Viðskipti innlent

Enn lækkar verð á bensíni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Algengt verð á bensíni er nú um 203 krónur á lítrinn.
Algengt verð á bensíni er nú um 203 krónur á lítrinn. vísir/anton
Íslensku Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni um þrjár krónur um áramótin og nú ert algengt verð á bensíni um 203 krónur á lítrinn.

Félögin hafa lækkað verð að undanförnu vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu og hefur verð á bensínlítranum lækkað um tæplega 50 krónur síðan í júní á síðasta ári.

Lækkunin í dag kemur aftur á móti til vegna lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem fór úr 25,5 prósent í 24 prósent um áramótin.

Hér má sjá verðið á bensíni og dísil hjá félögunum hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×