Hlaupareynslan talin í mínustölum Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2015 17:10 Systkinin verða saman í Lækjargötunni þegar ræst verður í ágúst. „Ég ætla að taka þessari áskorun þó að ég hafi verið svolítið undrandi á að smá spjall yfir jólamatnum skyldi leiða til þess að fimm þúsund manna stuðningsliðs,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, bróðir Önnu Kristínar Jensdóttur, sem hefur nú fengið fleiri en þau fimm þúsund „læk“ sem þurfti til að Jón Þorsteinn myndi fara með henni Reykjavíkurmaraþonið í ágúst.Aðspurður um hlaupareynslu sína segir Jón Þorsteinn hana vera talda í mínustölum. „Ég og hlaup erum eins og svart og hvítt, dagur og nótt. Ég þarf því eitthvað að ráðfæra mig við sérfræðinga og aðra reyndari menn til að allavega ná þessu upp í núll. Ég geri ráð fyrir að þurfa að ræða við sjúkraþjálfara, fara í göngugreiningu og alls konar dót sem ég hef aldrei haft hugmynd um að væri til í samfélaginu, svo ég muni nú örugglega ekki gera neitt sem raskar ró líkamans,“ segir Jón Þorsteinn í samtali við Vísi.Þú byrjar því á að klífa Everest?„Já, það má segja það. Ég fer beint í maraþonið. Verður maður ekki bara að byrja á toppnum? Ég held það.“ Jón Þorsteinn starfar sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Það er mitt hlutverk að standa við bakið á fötluðu fólki. Ég hlýt að gera það gagnvart systur minni líka. Það er lykilatriði.“Stendur til að heita á eitthvað félag fyrir Reykjavíkurmaraþonið?„Ég er nú ekki byrjaður að huga að því en ég mun klárlega skella mér á eitthvað gott. Félög sem snúa að fólki með fötlun standa mér nærri svo ég mun reyna að velja eitthvað af þeim. Styðja við fatlað fólk. Það er mitt lífsmottó.“Hefur trú á bróður sínum Anna Kristín Jensdóttir segist vera mjög ánægð með viðbrögð fólks. „Ég hef trú á bróður mínum og ég hef trú á að fólk styðji hann áfram. Ég hlakka bara til.“Þannig að þið verðið saman þegar ræst verður í Lækjargötunni í ágúst?„Það eru miklar líkur á því. Það er ef hann guggnar ekki á því.“ Jón Þorsteinn birti á Facebook-síðu sinni tilkynningu um að hann hafi tekið áskorun systur sinnar.Áramótaheit er eitthvað sem hefur farið framhjá mér í gegnum tíðina og átti ég ekki von á því að það myndi verða öðruvísi þetta árið. Það sem ég átti alls ekki von á var að smá spjall í jólaboði fjölskyldunnar yfir jólamatnum um að ég vildi léttast, myndi leiða til þess yfir 5.000 manns (um 1,5% þjóðarinnar) myndu taka þátt áskorun þess efnis að ég myndi hlaupa maraþon og fréttir þess efnis birtast á fréttamiðlum landsins. Sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks skorast ég ekki undan því að standa við bakið á þeim sem þess þurfa og hvað þá sem bróðir systir minnar. Því ætla ég í ljósi þessa mikla stuðnings sem systir mín hún Anna Kristín fékk, að taka þessari áskorun og hlaupa með henni í Reykjavíkurmaraþoni á Menningarnótt Reykjavíkur. Maraþonhlaup er 42,195 km langt og hér því um ansi drjúga vegalengd að ræða og fyrir mann sem hefur ekki hreyft sig mikið seinustu árin og helst notað bílinn til að komast á milli, þá er þetta ansi krefjandi áskorun. Til að setja vegalengdina í samhengi, þá er þetta hátt upp í fjarlægðina milli Reykjavíkur og Akranes, þar sem ég vinn vanalega. Ég er hinsvegar bjartsýnn á að þetta muni ganga upp og þá sérstaklega með aðstoð góðra aðila sem því betur fer eru allt í kring. Nú er að setja niður áætlun, finna góða hlaupaskó, ráðfæra mig við sérfræðinga og raða stuðningsaðilum á línuna. Þakka hvatninguna og hlakka auðvita til að sjá ykkur í klappliðinu á Menningarnótt Reykjavíkur í ágúst 2015. Það geta allir verið með! Tengdar fréttir Vantar þúsund læk til fá bróður sinn með sér í maraþonið Anna Kristín Jensdóttir er bundin við hjólastól og reynir nú að fá bróður sinn með sér í Reykjavíkurmaraþonið næsta sumar. 3. janúar 2015 13:10 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Ég ætla að taka þessari áskorun þó að ég hafi verið svolítið undrandi á að smá spjall yfir jólamatnum skyldi leiða til þess að fimm þúsund manna stuðningsliðs,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, bróðir Önnu Kristínar Jensdóttur, sem hefur nú fengið fleiri en þau fimm þúsund „læk“ sem þurfti til að Jón Þorsteinn myndi fara með henni Reykjavíkurmaraþonið í ágúst.Aðspurður um hlaupareynslu sína segir Jón Þorsteinn hana vera talda í mínustölum. „Ég og hlaup erum eins og svart og hvítt, dagur og nótt. Ég þarf því eitthvað að ráðfæra mig við sérfræðinga og aðra reyndari menn til að allavega ná þessu upp í núll. Ég geri ráð fyrir að þurfa að ræða við sjúkraþjálfara, fara í göngugreiningu og alls konar dót sem ég hef aldrei haft hugmynd um að væri til í samfélaginu, svo ég muni nú örugglega ekki gera neitt sem raskar ró líkamans,“ segir Jón Þorsteinn í samtali við Vísi.Þú byrjar því á að klífa Everest?„Já, það má segja það. Ég fer beint í maraþonið. Verður maður ekki bara að byrja á toppnum? Ég held það.“ Jón Þorsteinn starfar sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Það er mitt hlutverk að standa við bakið á fötluðu fólki. Ég hlýt að gera það gagnvart systur minni líka. Það er lykilatriði.“Stendur til að heita á eitthvað félag fyrir Reykjavíkurmaraþonið?„Ég er nú ekki byrjaður að huga að því en ég mun klárlega skella mér á eitthvað gott. Félög sem snúa að fólki með fötlun standa mér nærri svo ég mun reyna að velja eitthvað af þeim. Styðja við fatlað fólk. Það er mitt lífsmottó.“Hefur trú á bróður sínum Anna Kristín Jensdóttir segist vera mjög ánægð með viðbrögð fólks. „Ég hef trú á bróður mínum og ég hef trú á að fólk styðji hann áfram. Ég hlakka bara til.“Þannig að þið verðið saman þegar ræst verður í Lækjargötunni í ágúst?„Það eru miklar líkur á því. Það er ef hann guggnar ekki á því.“ Jón Þorsteinn birti á Facebook-síðu sinni tilkynningu um að hann hafi tekið áskorun systur sinnar.Áramótaheit er eitthvað sem hefur farið framhjá mér í gegnum tíðina og átti ég ekki von á því að það myndi verða öðruvísi þetta árið. Það sem ég átti alls ekki von á var að smá spjall í jólaboði fjölskyldunnar yfir jólamatnum um að ég vildi léttast, myndi leiða til þess yfir 5.000 manns (um 1,5% þjóðarinnar) myndu taka þátt áskorun þess efnis að ég myndi hlaupa maraþon og fréttir þess efnis birtast á fréttamiðlum landsins. Sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks skorast ég ekki undan því að standa við bakið á þeim sem þess þurfa og hvað þá sem bróðir systir minnar. Því ætla ég í ljósi þessa mikla stuðnings sem systir mín hún Anna Kristín fékk, að taka þessari áskorun og hlaupa með henni í Reykjavíkurmaraþoni á Menningarnótt Reykjavíkur. Maraþonhlaup er 42,195 km langt og hér því um ansi drjúga vegalengd að ræða og fyrir mann sem hefur ekki hreyft sig mikið seinustu árin og helst notað bílinn til að komast á milli, þá er þetta ansi krefjandi áskorun. Til að setja vegalengdina í samhengi, þá er þetta hátt upp í fjarlægðina milli Reykjavíkur og Akranes, þar sem ég vinn vanalega. Ég er hinsvegar bjartsýnn á að þetta muni ganga upp og þá sérstaklega með aðstoð góðra aðila sem því betur fer eru allt í kring. Nú er að setja niður áætlun, finna góða hlaupaskó, ráðfæra mig við sérfræðinga og raða stuðningsaðilum á línuna. Þakka hvatninguna og hlakka auðvita til að sjá ykkur í klappliðinu á Menningarnótt Reykjavíkur í ágúst 2015. Það geta allir verið með!
Tengdar fréttir Vantar þúsund læk til fá bróður sinn með sér í maraþonið Anna Kristín Jensdóttir er bundin við hjólastól og reynir nú að fá bróður sinn með sér í Reykjavíkurmaraþonið næsta sumar. 3. janúar 2015 13:10 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Vantar þúsund læk til fá bróður sinn með sér í maraþonið Anna Kristín Jensdóttir er bundin við hjólastól og reynir nú að fá bróður sinn með sér í Reykjavíkurmaraþonið næsta sumar. 3. janúar 2015 13:10