Tesla Model S P85D gegn Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 15:50 Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent
Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent