Strax einn látinn í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 14:45 Pólverjinn Michal Hernik lést á þriðja degi París-Dakar keppninnar. Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent
Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent