Stórslys í flutningum vofir yfir Guðmundur Smári Guðmundsson og Ásgeir Ragnarsson og Gísli Níls Einarsson skrifa 12. mars 2015 07:00 Undanfarna mánuði hafa tíðir stormar og miklir umhleypingar reynt verulega á vegakerfi landsins og um leið ógnað umferðaröryggi. Fréttir af umferðaróhöppum og slysum þar sem vöruflutningabílar og rútur með fjölda fólks renna til, fjúka út af eða velta hafa verið tíðar. Mikil mildi er að enginn mannskaði hafi orðið í þeim. Við núverandi aðstæður er aftur á móti aðeins tímaspursmál hvenær það verður. Á undanförnum árum hafa umsvif í vöru- og fólksflutningum gjörbreyst. Það stafar ekki síst af miklum landflutningum ferskra sjávarafurða og fjölgun ferðamanna sem fara í skipulagðar skoðunarferðir með rútum á veturna. Þrýstingur á að halda áætlun eykst stöðugt enda mikið í húfi. Bæði að afhenda vörur í tíma og veita túristum þá upplifun sem þeir sækjast eftir.Leiðbeinandi varúðarviðmið En kappið má ekki undir nokkrum kringumstæðum bera skynsemina ofurliði. Flutningafyrirtækjum, hvort heldur varningurinn er vörur eða fólk, ber að sýna fyllstu aðgát. Nýta þarf í þaula reynslu, þekkingu, tæki, tól og aðferðir sem þróuð hafa verið undanfarin ár til að lágmarka hættu á umferðaróhöppum og -slysum þegar illa viðrar. Þar má benda á leiðbeinandi varúðarviðmið sem Samgöngustofa, Vegagerðin, VÍS og Sjóvá kynntu fyrir tæpum þremur árum, vefi Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands og ýmis snjallforrit (öpp) þar sem hægt er að fylgjast með færð og vindhraða á vegum landsins. Öll þessi hjálpartæki og leiðbeiningar styðja vel við kerfisbundna og faglega flotastýringu hjá landflutningafyrirtækjum.Slæmt ástand vega Versnandi ástand vegakerfisins ætti líka að ýta undir frekari varfærni bílstjóra. Skert fjármagn til viðhalds vega hefur áhrif á ástand þeirra eins og berlega hefur komið í ljós undanfarnar vikur. Holur stækka og þeim fjölgar, minna er mokað en æskilegt er, breytilegt slitlag þar sem ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með misgóðum árangri og fleira slíkt dregur úr öryggi í umferðinni. Þá hefur „ný“ hætta ef svo má segja skotið upp kollinum síðustu vetur. Áður var helst von á að kindur og hestar ráfuðu um þjóðvegi í myrkrinu en nú hafa norðurljósaáhugamenn bæst í fánuna. Oftar en ekki eru þeir dökkklæddir og endurskinslausir til að spilla ekki upplifuninni. Atvinnubílstjórar lenda nú æ oftar í því að keyra óvænt fram á fjölmenna hópa ferðlanga á miðjum vegi snemma nætur. Hvort heldur þeir koma úr eigin bílaleigubíl eða rútu í vegkantinum þá hafa öll ljós verið slökkt svo ekkert skyggi á norðurljósadýrðina. Þetta skapar stórhættu sem aðvífandi bílstjórar greina ekki í náttmyrkrinu fyrr en á síðustu stundu. Að því kemur að þeir verða hættunnar varir of seint.Samfélagsábyrgð Að þessu sögðu er vert að hrósa lögreglu og Vegagerðinni sem hafa undanfarnar vikur lokað vegum miklu tíðar vegna veðurs og ófærðar en áður hefur verið gert. Það er alveg skýrt í okkar huga að allir sem koma að vöru- og fólksflutningum, vegaþjónustu, eftirliti og stjórnun á umferð yfir vetrartímann þurfa að snúa bökum saman við að auka umferðaröryggi. En þeir eru ekki einir um hituna. Seljendur vöru og þjónustu sem stóla á flutninga, líkt og sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaskipuleggjendur, bera líka mikla ábyrgð. Þeir mega ekki þrýsta á flytjendur að aka út í óvissuna við tvísýnar aðstæður til þess eins að hægt sé að rukka fyrir selda ferð eða freista þess að koma vörum á leiðarenda undir tímapressu. Öryggið verður að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa tíðir stormar og miklir umhleypingar reynt verulega á vegakerfi landsins og um leið ógnað umferðaröryggi. Fréttir af umferðaróhöppum og slysum þar sem vöruflutningabílar og rútur með fjölda fólks renna til, fjúka út af eða velta hafa verið tíðar. Mikil mildi er að enginn mannskaði hafi orðið í þeim. Við núverandi aðstæður er aftur á móti aðeins tímaspursmál hvenær það verður. Á undanförnum árum hafa umsvif í vöru- og fólksflutningum gjörbreyst. Það stafar ekki síst af miklum landflutningum ferskra sjávarafurða og fjölgun ferðamanna sem fara í skipulagðar skoðunarferðir með rútum á veturna. Þrýstingur á að halda áætlun eykst stöðugt enda mikið í húfi. Bæði að afhenda vörur í tíma og veita túristum þá upplifun sem þeir sækjast eftir.Leiðbeinandi varúðarviðmið En kappið má ekki undir nokkrum kringumstæðum bera skynsemina ofurliði. Flutningafyrirtækjum, hvort heldur varningurinn er vörur eða fólk, ber að sýna fyllstu aðgát. Nýta þarf í þaula reynslu, þekkingu, tæki, tól og aðferðir sem þróuð hafa verið undanfarin ár til að lágmarka hættu á umferðaróhöppum og -slysum þegar illa viðrar. Þar má benda á leiðbeinandi varúðarviðmið sem Samgöngustofa, Vegagerðin, VÍS og Sjóvá kynntu fyrir tæpum þremur árum, vefi Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands og ýmis snjallforrit (öpp) þar sem hægt er að fylgjast með færð og vindhraða á vegum landsins. Öll þessi hjálpartæki og leiðbeiningar styðja vel við kerfisbundna og faglega flotastýringu hjá landflutningafyrirtækjum.Slæmt ástand vega Versnandi ástand vegakerfisins ætti líka að ýta undir frekari varfærni bílstjóra. Skert fjármagn til viðhalds vega hefur áhrif á ástand þeirra eins og berlega hefur komið í ljós undanfarnar vikur. Holur stækka og þeim fjölgar, minna er mokað en æskilegt er, breytilegt slitlag þar sem ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með misgóðum árangri og fleira slíkt dregur úr öryggi í umferðinni. Þá hefur „ný“ hætta ef svo má segja skotið upp kollinum síðustu vetur. Áður var helst von á að kindur og hestar ráfuðu um þjóðvegi í myrkrinu en nú hafa norðurljósaáhugamenn bæst í fánuna. Oftar en ekki eru þeir dökkklæddir og endurskinslausir til að spilla ekki upplifuninni. Atvinnubílstjórar lenda nú æ oftar í því að keyra óvænt fram á fjölmenna hópa ferðlanga á miðjum vegi snemma nætur. Hvort heldur þeir koma úr eigin bílaleigubíl eða rútu í vegkantinum þá hafa öll ljós verið slökkt svo ekkert skyggi á norðurljósadýrðina. Þetta skapar stórhættu sem aðvífandi bílstjórar greina ekki í náttmyrkrinu fyrr en á síðustu stundu. Að því kemur að þeir verða hættunnar varir of seint.Samfélagsábyrgð Að þessu sögðu er vert að hrósa lögreglu og Vegagerðinni sem hafa undanfarnar vikur lokað vegum miklu tíðar vegna veðurs og ófærðar en áður hefur verið gert. Það er alveg skýrt í okkar huga að allir sem koma að vöru- og fólksflutningum, vegaþjónustu, eftirliti og stjórnun á umferð yfir vetrartímann þurfa að snúa bökum saman við að auka umferðaröryggi. En þeir eru ekki einir um hituna. Seljendur vöru og þjónustu sem stóla á flutninga, líkt og sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaskipuleggjendur, bera líka mikla ábyrgð. Þeir mega ekki þrýsta á flytjendur að aka út í óvissuna við tvísýnar aðstæður til þess eins að hægt sé að rukka fyrir selda ferð eða freista þess að koma vörum á leiðarenda undir tímapressu. Öryggið verður að vera í fyrirrúmi.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar