Gistinóttum á hótelum hér á landi í mars fjölgaði um 14 prósent miðað við mars 2014. Alls voru gistinætur 216.900. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands.
Gistinætur erlendra gesta voru 86 prósent af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19 prósent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkar um 8 prósent milli ára.
Á tímabilinu apríl 2014 til mars 2015 var heildarfjöldi gistinótta 2.409.700 sem er 14 prósent fjölgun milli ára.
Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 156.700 sem er 8 prósent aukning miðað við mars 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 31.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru; Bretar 70.600, Bandaríkjamenn með 41.200, og Þjóðverjar með 17.500 gistinætur.
Gistinóttum fjölgar um 14 prósent
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS
Viðskipti innlent

Minnstu sparisjóðirnir sameinast
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent
