Að kasta steini úr glerhúsi Elsa Lára Arnardóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 5. maí 2015 11:20 Hún var um margt athyglisverð grein bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. „Jöfnum leikinn“ var yfirskrift greinarinnar sem skrifuð var í tilefni af baráttudegi verkafólks, 1. maí. Um margt erum við sammála en farið er ansi frjálslega eða beinlínis ranglega með staðreyndir í umfjöllun um frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Í greinni segir orðrétt: „Ekkert bólar á húsnæðisfrumvarpi velferðaráðherra á þeim tveimur árum sem hún hefur unnið að málinu.” Hér er ekki um einstakt frumvarp að ræða, heldur nokkur frumvörp. Það ættu allir þeir, sem hafa áhuga á að fara rétt með, að vita. Förum aðeins yfir málið. Að hafa raunhæft val um búsetuform, er okkur öllum mikilvægt. Það er svo að sumir kjósa að eiga húsnæði, aðrir vilja leigja og enn aðrir kjósa að fara milliveginn, og búa í húsnæðissamvinnufélögum. Ef þetta raunverulega val, á að vera til staðar er nauðsynlegt að bregðast við og koma fram með frumvörp sem stuðla að úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki. Þessi mál skipta stóran hóp einstaklinga í landinu miklu máli.Gengið í málið Í september 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags – og húsnæðismálaráðherra verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórninni var falið að koma fram með tillögur um framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Þá var henni falið að koma með tillögur að nýju húsnæðislánakerfi, m.a. með það í huga að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Verkefnastjórnin skilaði viðamiklum tillögum til félags – og húsnæðismálaráðherra í maí 2014 og núna tæpu ári síðar, hafa fjögur frumvörp komið fram sem byggja á tillögum verkefnisstjórnarinnar. Tvö þeirra hafa farið í gegnum 1. umræðu í þinginu og hefur nú verið vísað til afgreiðslu velferðarnefndar. Þau fjalla um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög. Tvö frumvörp eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og mikilvægt er að þau komist þaðan sem fyrst. Þau frumvörp fjalla um stofnstyrki vegna uppbyggingar á leiguhúsnæði og auknar húsnæðisbætur til leigjenda.Ekki byggt á sandi Þegar félags – og húsnæðismálaráðherra mælti fyrir frumvörpunum um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, þá kom gagnrýni frá þingmanni Samfylkingarinnar, Kristjáni L. Möller. Hann gagnrýndi hversu langur tími hefur farið í að skrifa frumvörpin, sem hér um ræðir. Auðvitað er það svo að frumvörpin hefðu gjarnan mátt koma fyrr inn í þingið. En til að gæta allrar sanngirni, þá verður það að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Ástæðan er jafnframt sú að við höfum lært af reynslunni og hversu miklu máli skiptir að vanda sig í þessum stóru málum. Við vonum jafnfram að þingmaðurinn hafi lært af reynslunni og hversu mikilvægt það sé að byggja ekki upp óraunhæfar tillögur, sem eru byggðar upp á sandi.Staðreyndir upp á borðið Vegna gagnrýninnar þá er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir, svona til að hafa hlutina uppi á borðinu. Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á þessu tímabili voru skipaðar þrjár nefndir sem vinna áttu tillögur að bættu húsnæðiskerfi. Engin frumvörp komu fram sem byggð voru á vinnu þessara nefnda, það voru ekki einu sinni til drög að frumvörpum er vörðuðu efnið. Að þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum, kemur úr hörðustu átt. Samfylkingin hafði hátt í 7 ár til að bregðast við þessum málum, en ekkert gerðist. Gunnar Axel, er einn af höfundum greinarinnar ,,Jöfnum leikinn“ og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Jafnframt var hann um tíma aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, á síðasta kjörtímabili. Honum ætti því að vera fullkunnugt um þessi mál og ætti að hafa getu til að ræða um þau af heilindum og fagmennsku en ekki vera með ómerkilegar tilraunir til að slá ryki í augu fólks. Samfylkingin er því að kasta steinum úr glerhúsi í þessu máli. Á það nokkuð við um fleiri mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hún var um margt athyglisverð grein bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. „Jöfnum leikinn“ var yfirskrift greinarinnar sem skrifuð var í tilefni af baráttudegi verkafólks, 1. maí. Um margt erum við sammála en farið er ansi frjálslega eða beinlínis ranglega með staðreyndir í umfjöllun um frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Í greinni segir orðrétt: „Ekkert bólar á húsnæðisfrumvarpi velferðaráðherra á þeim tveimur árum sem hún hefur unnið að málinu.” Hér er ekki um einstakt frumvarp að ræða, heldur nokkur frumvörp. Það ættu allir þeir, sem hafa áhuga á að fara rétt með, að vita. Förum aðeins yfir málið. Að hafa raunhæft val um búsetuform, er okkur öllum mikilvægt. Það er svo að sumir kjósa að eiga húsnæði, aðrir vilja leigja og enn aðrir kjósa að fara milliveginn, og búa í húsnæðissamvinnufélögum. Ef þetta raunverulega val, á að vera til staðar er nauðsynlegt að bregðast við og koma fram með frumvörp sem stuðla að úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki. Þessi mál skipta stóran hóp einstaklinga í landinu miklu máli.Gengið í málið Í september 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags – og húsnæðismálaráðherra verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórninni var falið að koma fram með tillögur um framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Þá var henni falið að koma með tillögur að nýju húsnæðislánakerfi, m.a. með það í huga að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Verkefnastjórnin skilaði viðamiklum tillögum til félags – og húsnæðismálaráðherra í maí 2014 og núna tæpu ári síðar, hafa fjögur frumvörp komið fram sem byggja á tillögum verkefnisstjórnarinnar. Tvö þeirra hafa farið í gegnum 1. umræðu í þinginu og hefur nú verið vísað til afgreiðslu velferðarnefndar. Þau fjalla um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög. Tvö frumvörp eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og mikilvægt er að þau komist þaðan sem fyrst. Þau frumvörp fjalla um stofnstyrki vegna uppbyggingar á leiguhúsnæði og auknar húsnæðisbætur til leigjenda.Ekki byggt á sandi Þegar félags – og húsnæðismálaráðherra mælti fyrir frumvörpunum um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, þá kom gagnrýni frá þingmanni Samfylkingarinnar, Kristjáni L. Möller. Hann gagnrýndi hversu langur tími hefur farið í að skrifa frumvörpin, sem hér um ræðir. Auðvitað er það svo að frumvörpin hefðu gjarnan mátt koma fyrr inn í þingið. En til að gæta allrar sanngirni, þá verður það að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Ástæðan er jafnframt sú að við höfum lært af reynslunni og hversu miklu máli skiptir að vanda sig í þessum stóru málum. Við vonum jafnfram að þingmaðurinn hafi lært af reynslunni og hversu mikilvægt það sé að byggja ekki upp óraunhæfar tillögur, sem eru byggðar upp á sandi.Staðreyndir upp á borðið Vegna gagnrýninnar þá er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir, svona til að hafa hlutina uppi á borðinu. Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á þessu tímabili voru skipaðar þrjár nefndir sem vinna áttu tillögur að bættu húsnæðiskerfi. Engin frumvörp komu fram sem byggð voru á vinnu þessara nefnda, það voru ekki einu sinni til drög að frumvörpum er vörðuðu efnið. Að þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum, kemur úr hörðustu átt. Samfylkingin hafði hátt í 7 ár til að bregðast við þessum málum, en ekkert gerðist. Gunnar Axel, er einn af höfundum greinarinnar ,,Jöfnum leikinn“ og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Jafnframt var hann um tíma aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, á síðasta kjörtímabili. Honum ætti því að vera fullkunnugt um þessi mál og ætti að hafa getu til að ræða um þau af heilindum og fagmennsku en ekki vera með ómerkilegar tilraunir til að slá ryki í augu fólks. Samfylkingin er því að kasta steinum úr glerhúsi í þessu máli. Á það nokkuð við um fleiri mál?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar