Látum unglingana í friði Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2015 07:00 Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar