Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 14:30 Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða. Vísir/EPA Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira