Viðskipti erlent

Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða.
Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða. Vísir/EPA
Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007.

Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent.

Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima.

Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert.

Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×