Treystum norræna módelið Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2015 14:52 Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar