Betri Landspítali á betri stað Guðjón Sigurbjartsson skrifar 8. apríl 2015 13:07 Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar