Facebook opnaði í dag heimasíðuna Messenger.com. Á henni er hægt að nota Facebook-spjallið án þess að opna Facebook-síðuna sjálfa. Það má þó enn spjalla og senda skilaboð á Facebook.com.
Sérstök skilaboðasíða gæti engu að síður nýst þeim sem nota Facebook mest til að spjalla við vini og kunningja og vilja sleppa við stöðuuppfærslur, myndir og annað sem birtis í fréttaveitu samfélagsmiðilsins.
Í frétt á vef TechCrunch segir að messenger.com sé nokkurs konar framlenging á Messenger-smáforritinu í snjallsímum. Á síðunni er til að mynda hægt að nota mikið af því sama og í smáforritinu, eins og til dæmis að hringja símtöl og senda myndir.
