Við getum múltitaskað Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar