Systir mín er hetja Styrkár Hallsson skrifar 7. september 2015 11:07 Systir mín hefur glímt við átröskun. Átröskun er hættulegur sjúkdómur sem getur valdið dauða og hefur hamlandi áhrif á daglegt líf þanns veika. Aðstandendur einstaklinga sem glíma við átröskun skipta miklu máli í gegnum veikindaferlið. Sjúkdómurinn hefur venjulega mikil áhrif á aðstandendur enda erfitt að horfa upp á einhvern nákominn sér þjást. Ég hef lært af veikindum systur minnar að átröskun er mjög flókinn sjúkdómur og viðureignin við veikindin er langhlaup. Bakslög eru algeng og batinn er ekki línulegur heldur sveiflukenndur, blessunarlega næst þó oft fullur bati. Átröskunum fylgir oft mikil vanlíðan og þunglyndi fyrir þann veika. Það getur verið erfitt að halda daglegu lífi hjá sér gangandi og njóta lífsins á meðan einhver náinn manni er mjög veikur. Það tók mig langan tíma að gera mér grein fyrir því að ég veiti systur minni ekki aðstoð með því að líða illa yfir hennar veikindum. Ég þurfti líka tíma til að átta mig á því að ég hjálpa henni ekki með því að hætta að gera hluti sem ég hef ánægju af. Það getur verið þeim sem þjáist af sjúkdómnum mikil hvatning að aðstandendur reyni sitt besta við að láta lífið ganga sinn vanagang. Þannig nær átröskunin sem minnstu valdi yfir lífinu. Þetta er þó hægara sagt en gert og það tekur tíma að venjast þessu. Við fjölskyldan fengum þessi ráð frá fagaðilum og eftir á að hyggja hefur þetta reynst vel en vissulega verið mjög erfitt. Ég og systir mín höfum alla tíð verið mjög náin og hún ekki bara verið systir mín heldur líka besta vinkona. Það hefur verið þyngra en tárum taki að horfa á einstakling svona nákominn sér þurfa glíma við átröskun. Ekki síst vegna þess að erfitt er að skilja átröskun og hvernig það er að glíma við sjúkdóminn. Ég hef þurft að taka í sátt að skilja ekki það sem systir mín glímir við og ég tel mikilvægt fyrir aðstandendur, og í raun alla sem þjást ekki af sjúkdómnum að hafa það í huga. Eins undarlega og það kann að hljóma þá finnst mér þetta verða til þess að ég geti sýnt systur minni sem mestan skilning og stuðning. Aðstandendur einstaklinga sem glíma við átraskanir verða oft mjög ráðvilltir og vita ekki hvernig best er að veita stuðning og hegða sér gagnvart þeim veika. Eftir því sem tíminn líður og reynsla manns eykst verður þetta auðveldara. Ég hef til dæmis öðlast reynslu og lært mikið á því hvernig mér finnst best að haga lífi mínu og vinna með eigin tilfinningar þegar systir mín hefur verið hvað veikust. Upplýsingaflæði milli aðstandenda getur án efa stutt aðstandendur í því að styðja hvorn við annan ásamt því að gera aðstandendur betur í stakk búna til að veita þeim veika stuðning og verða öruggari gagnvart honum í hegðun. Það hefði verið mikill stuðningur fyrir okkur fjölskylduna að geta rætt við aðra aðstandendur átröskunarsjúklinga í gegnum veikindi systur minnar. Ég tel gífurlega mikilvægt fyrir bæði þann veika og fjölskyldu hans að gefa aldrei upp á bátinn, vonina um batann. Von er það sem hefur haldið okkur fjölskyldunni gangandi í baráttu systur minnar. Vonin er gífurlega mikilvæg fyrir þann veika til þess að halda alltaf í þá trú og von að batinn muni einn daginn koma. Það hjálpaði mér og fjölskyldu í gegnum erfiðustu kafla veikindanna að hafa alltaf á bakvið eyrað að veikindin væru tímabundið ástand. Mig langar að biðla til allra aðstandenda og þeirra sem glíma við átröskunarsjúkdóma að halda í vonina því fullur bati er mögulegur. Tölur sýna okkur að mikill meirihluti þeirra sem glíma við átröskun ná fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Systir mín hefur glímt við átröskun. Átröskun er hættulegur sjúkdómur sem getur valdið dauða og hefur hamlandi áhrif á daglegt líf þanns veika. Aðstandendur einstaklinga sem glíma við átröskun skipta miklu máli í gegnum veikindaferlið. Sjúkdómurinn hefur venjulega mikil áhrif á aðstandendur enda erfitt að horfa upp á einhvern nákominn sér þjást. Ég hef lært af veikindum systur minnar að átröskun er mjög flókinn sjúkdómur og viðureignin við veikindin er langhlaup. Bakslög eru algeng og batinn er ekki línulegur heldur sveiflukenndur, blessunarlega næst þó oft fullur bati. Átröskunum fylgir oft mikil vanlíðan og þunglyndi fyrir þann veika. Það getur verið erfitt að halda daglegu lífi hjá sér gangandi og njóta lífsins á meðan einhver náinn manni er mjög veikur. Það tók mig langan tíma að gera mér grein fyrir því að ég veiti systur minni ekki aðstoð með því að líða illa yfir hennar veikindum. Ég þurfti líka tíma til að átta mig á því að ég hjálpa henni ekki með því að hætta að gera hluti sem ég hef ánægju af. Það getur verið þeim sem þjáist af sjúkdómnum mikil hvatning að aðstandendur reyni sitt besta við að láta lífið ganga sinn vanagang. Þannig nær átröskunin sem minnstu valdi yfir lífinu. Þetta er þó hægara sagt en gert og það tekur tíma að venjast þessu. Við fjölskyldan fengum þessi ráð frá fagaðilum og eftir á að hyggja hefur þetta reynst vel en vissulega verið mjög erfitt. Ég og systir mín höfum alla tíð verið mjög náin og hún ekki bara verið systir mín heldur líka besta vinkona. Það hefur verið þyngra en tárum taki að horfa á einstakling svona nákominn sér þurfa glíma við átröskun. Ekki síst vegna þess að erfitt er að skilja átröskun og hvernig það er að glíma við sjúkdóminn. Ég hef þurft að taka í sátt að skilja ekki það sem systir mín glímir við og ég tel mikilvægt fyrir aðstandendur, og í raun alla sem þjást ekki af sjúkdómnum að hafa það í huga. Eins undarlega og það kann að hljóma þá finnst mér þetta verða til þess að ég geti sýnt systur minni sem mestan skilning og stuðning. Aðstandendur einstaklinga sem glíma við átraskanir verða oft mjög ráðvilltir og vita ekki hvernig best er að veita stuðning og hegða sér gagnvart þeim veika. Eftir því sem tíminn líður og reynsla manns eykst verður þetta auðveldara. Ég hef til dæmis öðlast reynslu og lært mikið á því hvernig mér finnst best að haga lífi mínu og vinna með eigin tilfinningar þegar systir mín hefur verið hvað veikust. Upplýsingaflæði milli aðstandenda getur án efa stutt aðstandendur í því að styðja hvorn við annan ásamt því að gera aðstandendur betur í stakk búna til að veita þeim veika stuðning og verða öruggari gagnvart honum í hegðun. Það hefði verið mikill stuðningur fyrir okkur fjölskylduna að geta rætt við aðra aðstandendur átröskunarsjúklinga í gegnum veikindi systur minnar. Ég tel gífurlega mikilvægt fyrir bæði þann veika og fjölskyldu hans að gefa aldrei upp á bátinn, vonina um batann. Von er það sem hefur haldið okkur fjölskyldunni gangandi í baráttu systur minnar. Vonin er gífurlega mikilvæg fyrir þann veika til þess að halda alltaf í þá trú og von að batinn muni einn daginn koma. Það hjálpaði mér og fjölskyldu í gegnum erfiðustu kafla veikindanna að hafa alltaf á bakvið eyrað að veikindin væru tímabundið ástand. Mig langar að biðla til allra aðstandenda og þeirra sem glíma við átröskunarsjúkdóma að halda í vonina því fullur bati er mögulegur. Tölur sýna okkur að mikill meirihluti þeirra sem glíma við átröskun ná fullum bata. Þann 10. september verða stofnuð ný stuðnings- og baráttusamtök fólks með átröskun og aðstandenda þeirra. Félagið heitir Vonarstyrkur, og er því ætlað að vera vettvangur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum þessa sjúkdóms. Allir þeir sem hafa áhuga á því að vinna að þessu máli, eru hvattir til að mæta og taka þátt. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Geðhjálpar, Borgartúni 30 og hefst klukkan 20:00.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar