Rickie Fowler sigraði í Boston eftir harða baráttu við Henrik Stenson 7. september 2015 22:53 Rickie Fowler hefur átt frábært tímabil í ár. Getty Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir. Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir.
Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira