Náttúruverndarskattur í stað náttúrupassa Guðlaugur R. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2015 00:00 Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar