Rótarýklúbburinn eRótarý Perla Björk Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
eRótarý, yngsti rótarýklúbbur landsins, var stofnaður fyrir rétt tæpum þremur árum af ungum, öflugum einstaklingum úr atvinnulífinu sem áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á að tengjast stóru tengslaneti rótarýhreyfingarinnar.Tæknivæddur rótarýklúbbur Klúbburinn er einstakur að því leyti að nútímatækni er nýtt til fundahalda og reglulega eru haldnir netfundir sem er stýrt með fjarfundarstjórnunarforriti. Með þessu forriti stýrir fundarstjóri hvaða fundargestir eru í mynd, hljóði og hvaða tölvuskjár er sýnilegur öðrum fundargestum. Þessi tækni gerir það að verkum að félagar geta „mætt“ á fund í gegnum snjallsímann sinn eða tölvuna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Tæknin gerir það auk þess að verkum að auðvelt er að fá gestafyrirlesara sem staddir eru erlendis, til að halda fræðsluerindi á fundum klúbbsins. Klúbburinn heldur jafnframt hefðbundna fundi þar sem félagar hittast í raunheimum en þetta blandaða fundarform hefðbundinna funda og netfunda, hentar ungu fólki vel enda eru félagar í rótarýklúbbnum eRótarý á aldrinum 30–45 ára og meðalaldur klúbbfélaga því töluvert lægri en í öðrum rótarýklúbbum landsins.Áhrif á samfélagið Hugmyndafræði rótarýhreyfingarinnar er að auka skilning á milli fólks og atvinnugreina og láta gott af sér leiða. Allt frá stofnun eRótarý hafa félagar einsett sér að klúbburinn sé öflugur í því að nýta kraft og samtakamátt ólíkra einstaklinga. Á þeim tæpu þremur árum sem eRótarý hefur starfað hefur klúbburinn þegar staðið fyrir tveimur metnaðarfullum verkefnum sem hafa stutt við brýna samfélagslega þörf. Fyrra verkefnið var til stuðnings Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Verkefnið, sem var unnið í samvinnu við verkefnastjóra Konukots, fólst í því að umbreyta ýmsum framlögum í formi fatnaðar og annars sem Konukoti hafði borist, í styrk með því að koma á laggirnar flóamarkaði. eRótarýfélagar lögðu fram vinnu sína við að koma markaðnum á laggirnar og mönnuðu fyrstu opnunardaga markaðarins í desember 2013. Flóamarkaður til stuðnings Konukoti varð þar með til og hefur starfað áfram. Seinna verkefnið var til stuðnings börnum á Íslandi sem búa við skort. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í desember 2014 og bar heitið „Gefðu barni hlýju“. Mikil útgjöld fylgja kaupum á útifatnaði fyrir börn og unglinga en lítið berst af slíkum fatnaði til Hjálparstarfs kirkjunnar. Verkefnið fólst í því að vekja athygli á þessari þörf, safna fatnaði og aðstoða við úthlutun. Samfélagsmiðlar voru nýttir og safnaðist mikið magn af vönduðum og hlýjum fatnaði á börn og unglinga. Verkefnið breiddi út hlýju í víðasta skilningi. Fyrir áhugasama um rótarýklúbbinn eRótarý er netfang klúbbsins erotary@rotary.is.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar