„Þau eru svo áhrifagjörn og hafa ekkert vit á þessu!“ Björn Grétar Baldursson skrifar 26. febrúar 2015 16:12 Kosningaaldur er eitthvað sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér. Af hverju er hann miðaður við 18 ára aldur þegar einstaklingur verður fjárráða, en ekki t.d. 16 ára þegar hann verður sjálfráða? Af hverju er t.d. 15 ára unglingur sakhæfur, talið forsvaranlegt að gera hann ábyrgan fyrir sínum gjörðum og eftir atvikum dæma hann til betrunarvistar? En hann er hins vegar ekki talinn hafa forsendur til þess að axla þá ábyrgð að taka upplýsta ákvörðum og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórn eða á Alþingi Íslendinga. Sum svör sem ég hef fengið við þessum spurningum er á þá leið að það væri svo létt að hafa áhrif á 16 ára ungling auk þess sem hann hafi tæplega forsendur til þess að taka upplýstar ákvarðanir í þjóðmálum. Að einhverju leyti er þetta sjálfsagt rétt en gildir það ekki það sama um þá sem eldir eru? Er 18 ára ungmenni ekki jafn áhrifagjarnt og það sem er 16 ára? Ég tel að það sé hægt að virkja ungmenni og auka áhuga þeirra á samfélagsmálum t.d. með því einu að lækka kosningaaldur og um leið veita þeim aukna kennslu í stjórnmálum og þeim viðfangsefnum sem stjórnmálum tengjast. Á ráðstefnu sem haldin var á vegum Ungmennafélags Íslands með ungmennum um viðfangsefni stjórnsýslunnar, Ungt Fólk og Lýðræði – Stjórnsýslan og við fann ég fyrir miklum áhuga ungs fólks á að hafa áhrif á þeirra nánasta umhverfi. Á ráðstefnunni sjálfri skapaðist mikil umræða um kosningaaldur og þar kom fram mikill áhugi á að læra meira um stjórnmál og hafa meiri áhrif á málefni tengdu ungu fólki. Ég tel því vera grundvöll fyrir því að taka upp öfluga stjórnmálafræðslu í grunnskólum landsins jafnframt því að lækka kosningaaldur niður í 16 ár við næstu sveitarstjórnarkosningar, þó svo að hann væri 18 ár þegar kosið yrði til Alþingis. Með því móti gætu ungmenni kosið um þau málefni sem snerta þau innan þeirra eigin sveitafélaga. Þegar kemur svo að því að kjósa á þing eða á landsvísu væru þau búin að kjósa í tvö ár áður en kæmi að því. Einnig væru þau með meiri reynslu í því hvernig ætti að sækja sér upplýsingar um málefni sem þau hafa áhuga á, tekið sjálfstæðari ákvarðanir og vonandi orðið virkari þátttakendur í sínu nærsamfélagi. Þess vegna segi ég; Af hverju ekki lækka kosningaaldur? Af hverju ekki gefa þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem snertir þau? Af hverju ekki gefa þeim það verkfæri til þess að taka sjálfstæðari ákvarðanir í stjórnmálum? Ungt fólk á sautjánda og átjánda ári yrði ekki það stórt hlutfall kjósenda að búast mætti við byltingu í kosningaúrslitum. Það myndi hins vegar gera það að verkum að sveitarstjórnarmenn og síðan þingmenn myndu þurfa að beina athygli sinni í auknu mæli að yngri þegnum samfélagsins og þau þannig höfð með í ráðum þegar verið er að sýsla um málefni ungs fólks. Að unga fólkið verði í auknu mæli gerendur/þátttakendur í sínu nánast umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningaaldur er eitthvað sem ég hef lengi verið að velta fyrir mér. Af hverju er hann miðaður við 18 ára aldur þegar einstaklingur verður fjárráða, en ekki t.d. 16 ára þegar hann verður sjálfráða? Af hverju er t.d. 15 ára unglingur sakhæfur, talið forsvaranlegt að gera hann ábyrgan fyrir sínum gjörðum og eftir atvikum dæma hann til betrunarvistar? En hann er hins vegar ekki talinn hafa forsendur til þess að axla þá ábyrgð að taka upplýsta ákvörðum og kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórn eða á Alþingi Íslendinga. Sum svör sem ég hef fengið við þessum spurningum er á þá leið að það væri svo létt að hafa áhrif á 16 ára ungling auk þess sem hann hafi tæplega forsendur til þess að taka upplýstar ákvarðanir í þjóðmálum. Að einhverju leyti er þetta sjálfsagt rétt en gildir það ekki það sama um þá sem eldir eru? Er 18 ára ungmenni ekki jafn áhrifagjarnt og það sem er 16 ára? Ég tel að það sé hægt að virkja ungmenni og auka áhuga þeirra á samfélagsmálum t.d. með því einu að lækka kosningaaldur og um leið veita þeim aukna kennslu í stjórnmálum og þeim viðfangsefnum sem stjórnmálum tengjast. Á ráðstefnu sem haldin var á vegum Ungmennafélags Íslands með ungmennum um viðfangsefni stjórnsýslunnar, Ungt Fólk og Lýðræði – Stjórnsýslan og við fann ég fyrir miklum áhuga ungs fólks á að hafa áhrif á þeirra nánasta umhverfi. Á ráðstefnunni sjálfri skapaðist mikil umræða um kosningaaldur og þar kom fram mikill áhugi á að læra meira um stjórnmál og hafa meiri áhrif á málefni tengdu ungu fólki. Ég tel því vera grundvöll fyrir því að taka upp öfluga stjórnmálafræðslu í grunnskólum landsins jafnframt því að lækka kosningaaldur niður í 16 ár við næstu sveitarstjórnarkosningar, þó svo að hann væri 18 ár þegar kosið yrði til Alþingis. Með því móti gætu ungmenni kosið um þau málefni sem snerta þau innan þeirra eigin sveitafélaga. Þegar kemur svo að því að kjósa á þing eða á landsvísu væru þau búin að kjósa í tvö ár áður en kæmi að því. Einnig væru þau með meiri reynslu í því hvernig ætti að sækja sér upplýsingar um málefni sem þau hafa áhuga á, tekið sjálfstæðari ákvarðanir og vonandi orðið virkari þátttakendur í sínu nærsamfélagi. Þess vegna segi ég; Af hverju ekki lækka kosningaaldur? Af hverju ekki gefa þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem snertir þau? Af hverju ekki gefa þeim það verkfæri til þess að taka sjálfstæðari ákvarðanir í stjórnmálum? Ungt fólk á sautjánda og átjánda ári yrði ekki það stórt hlutfall kjósenda að búast mætti við byltingu í kosningaúrslitum. Það myndi hins vegar gera það að verkum að sveitarstjórnarmenn og síðan þingmenn myndu þurfa að beina athygli sinni í auknu mæli að yngri þegnum samfélagsins og þau þannig höfð með í ráðum þegar verið er að sýsla um málefni ungs fólks. Að unga fólkið verði í auknu mæli gerendur/þátttakendur í sínu nánast umhverfi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun