Viðskipti innlent

Enn aukast vaxtamunarviðskipti

ingvar haraldsson skrifar
Valdimar Ármann, sérfræðingur hjá Gamma, segir fjárfestingarnar bæði vera vegna þess að vaxtamunur á Íslandi sé meiri en í helstu viðskiptalöndum og að Ísland sé nú álitlegur fjárfestingarkostur.
Valdimar Ármann, sérfræðingur hjá Gamma, segir fjárfestingarnar bæði vera vegna þess að vaxtamunur á Íslandi sé meiri en í helstu viðskiptalöndum og að Ísland sé nú álitlegur fjárfestingarkostur.
Eignarhlutur erlendra aðila í ríkisskuldabréfum jókst um tæplega 19 milljarða í ágúst. Þessi fjárfesting kemur til viðbótar við þá 8,2 milljarða sem eignarhlutur erlendra aðila í ríkisskuldabréfum jókst um í júní og júlí. Því nemur samanlögð aukning ríflega 27 milljörðum á þremur mánuðum.

Valdimar Ármann, sérfræðingur hjá Gamma, segir fjárfestingarnar bæði vera vegna þess að vaxtamunur á Íslandi sé meiri en í helstu viðskiptalöndum og að Ísland sé nú álitlegur fjárfestingarkostur.

„Erlendir fjárfestar sjá hag í að fjárfesta á Íslandi því hagkerfið lítur vel út, hagvöxtur er að aukast, jákvæð áhrif eru af auknum ferðamannastraumi, sjávarútvegur er traustur áfram og annað slíkt,“ segir hann. Þá sé sérstaklega ásókn í löng ríkisskuldabréf, sem sýni trú á íslensku hagkerfi. Valdimar segir ekki gott að segja til um hvort nýlegar vaxtahækkanir Seðlabankans eigi hlut í að skýra aukna ásókn erlendra aðila í ríkisskuldabréf.

„Vextirnir á ríkisskuldabréfunum sem þessi aðilar hafa verið að kaupa hafa verið að lækka, sem er mjög athyglisvert. Á meðan Seðlabankinn hefur hækkað vexti um eitt prósent hafa vextir af þessum skuldabréfum lækkað um eitt og hálft prósent,“ bendir Valdimar á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×