Walker kláraði dæmið á TPC San Antonio 29. mars 2015 23:15 Walker getur ekki hætt að sigra. Getty Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira