Hundur Önnu Mjallar meig næstum á málverk Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. maí 2015 08:30 Tónlistarkonan Anna Mjöll lenti í kröppum dansi með hundinn Buddy á dögunum. Mynd/BarbaraParker „Þetta hefði getað endað sem mjög dýrkeypt klósettferð fyrir Buddy,” segir tónlistarkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Hundurinn hennar, Buddy, var mjög nálægt því að pissa á rándýrt málverk á listasýningu sem fram fór á Laurel Canyon í Los Angeles á dögunum. Anna Mjöll var að aka heim frá Santa Barbara þegar á vegi hennar varð listasýning og ákvað hún að kíkja á hana til að drekka í sig fegurð og innblástur og tók hundana sína með sér „Þegar við höfðum gengið fram hjá einu glæsilegasta málverkinu leit ég við og sá Buddy lyfta upp afturlöppinni um það bil að pissa á málverkið sem var nánast við jörðina. Ég fékk vægt áfall, kallaði nei og tók næstum handahlaup afturábak að Buddy og þreif hann upp,” segir Anna Mjöll. Buddy er rúm 11 kíló að þyngd var á einu augabragði kominn undir arminn á Önnu Mjöll. Buddy, hundur Önnu Mjallar er greinilega mikill prakkari.Mynd/AnnaMjöll„Ég hélt þá allt í einu á tveimur hundum, Bellu, lyklum, veski og Buddy. Ég reyndi þó að skakklappast hægt og virðurlega í burtu til þess að láta eins og ekkert hefði í skorist,” segir Anna Mjöll hlæjandi og bætir við; „Honum hefur greinilega ekki líkað málverkið.” Búið er að bjóða Buddy á listasafn í Sun Valley í Idaho sem heitir Frederic Boloix Fine Arts. „Eigandinn, Frederic Boloix, vill fá að vita álit Buddys á listaverkum Picasso, Chagall, Matisse og fleiri,” segir Anna Mjöll. Þó Anna Mjöll búi í sólinni í Kaliforníu er hún byrjuð að undirbúa jólatónleika sem fram fara á Íslandi í desember. „Ég er á fullu að undirbúa Jólatónleika, „Jólin Jólin“ sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi 3. desember til heiðurs Pabba, Ólafi Gauki, sem hefði orðið 85 ára á þessu ári. Við verdum með góða gesti og mjög flotta hljómsveit. Þetta verður mjög skemmtilegt og ég hlakka mikið til.” Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Þetta hefði getað endað sem mjög dýrkeypt klósettferð fyrir Buddy,” segir tónlistarkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Hundurinn hennar, Buddy, var mjög nálægt því að pissa á rándýrt málverk á listasýningu sem fram fór á Laurel Canyon í Los Angeles á dögunum. Anna Mjöll var að aka heim frá Santa Barbara þegar á vegi hennar varð listasýning og ákvað hún að kíkja á hana til að drekka í sig fegurð og innblástur og tók hundana sína með sér „Þegar við höfðum gengið fram hjá einu glæsilegasta málverkinu leit ég við og sá Buddy lyfta upp afturlöppinni um það bil að pissa á málverkið sem var nánast við jörðina. Ég fékk vægt áfall, kallaði nei og tók næstum handahlaup afturábak að Buddy og þreif hann upp,” segir Anna Mjöll. Buddy er rúm 11 kíló að þyngd var á einu augabragði kominn undir arminn á Önnu Mjöll. Buddy, hundur Önnu Mjallar er greinilega mikill prakkari.Mynd/AnnaMjöll„Ég hélt þá allt í einu á tveimur hundum, Bellu, lyklum, veski og Buddy. Ég reyndi þó að skakklappast hægt og virðurlega í burtu til þess að láta eins og ekkert hefði í skorist,” segir Anna Mjöll hlæjandi og bætir við; „Honum hefur greinilega ekki líkað málverkið.” Búið er að bjóða Buddy á listasafn í Sun Valley í Idaho sem heitir Frederic Boloix Fine Arts. „Eigandinn, Frederic Boloix, vill fá að vita álit Buddys á listaverkum Picasso, Chagall, Matisse og fleiri,” segir Anna Mjöll. Þó Anna Mjöll búi í sólinni í Kaliforníu er hún byrjuð að undirbúa jólatónleika sem fram fara á Íslandi í desember. „Ég er á fullu að undirbúa Jólatónleika, „Jólin Jólin“ sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi 3. desember til heiðurs Pabba, Ólafi Gauki, sem hefði orðið 85 ára á þessu ári. Við verdum með góða gesti og mjög flotta hljómsveit. Þetta verður mjög skemmtilegt og ég hlakka mikið til.”
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira