Fótbolti

Þetta skítaland á ekki PSG skilið

Zlatan og dómarinn sem gerði hann sturlaðan.
Zlatan og dómarinn sem gerði hann sturlaðan. vísir/afp
Zlatan Ibrahimovic tókst að reita Frakka til reiði í gær.

Hann var afar pirraður eftir að PSG tapaði, 3-2, gegn Bordeaux. Zlatan skoraði bæði mörk PSG í leiknum en það dugði ekki til því Bordeuax skoraði sigurmark í lokin.

Svíinn var brjálaður eftir leikinn og heyrðist meðal annars er hann kallaði aðstoðardómarann djöfulsins fávita. Svo missti hann sig í viðtölum.

„Á 15 ára ferli á ég enn eftir að hitta góðan dómara frá þessu skítalandi. Þetta land á ekki PSG skilið. Það eru ekki áhugamenn að spila hérna," sagði Zlatan reiður.

Hann biðst síðar afsökunar á þessum orðum sínum.

„Ég vil taka skýrt fram að ég var ekki að beina orðum mínum að landinu eða fólkinu sem býr hér. Ég var bara að tala um fótbolta. Ég vil biðja þá afsökunar sem ég móðgaði," sagði Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×