Höfrungahlaupið og friðarskylda Þórólfur Matthíasson skrifar 15. október 2015 07:00 Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun