Nýr BMW M2 fer Nürburgring á 7:58 Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 10:14 Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent