Viðskipti innlent

Um fimmtungur að kaupa í fyrsta sinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu voru 22% fyrstu kaup, eða 430 af 1993 kaupsamningum.
Á höfuðborgarsvæðinu voru 22% fyrstu kaup, eða 430 af 1993 kaupsamningum. Vísir/Vilhelm
Á þriðja ársfjórðungi voru um fimmtungur þinglýstra kaupsamninga fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu voru 22% fyrstu kaup, eða 430 af 1993 kaupsamningum. Hlutfallið var lægst á Vesturlandi, eða 16%, það var hæst á Vestfjörðum og Suðurnesi, eða 30%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrá Íslands.

Í vinnslunni eru taldir þinglýstir kaupsamningar og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku. Heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa hefur verið til staðar frá 1. júlí 2008. Af þessum sökum eru engar þinglýstar upplýsingar um fyrstu kaup fyrir þann tíma. Rannsókn á því hvort um fyrstu kaup var að ræða fór fram við móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×