Vinstri eða hægri öfgar? Guðmundur Edgarsson skrifar 15. maí 2015 06:00 Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sumir kalla þá sem aðhyllast lífsspeki frjálshyggjunnar hægri-öfgamenn. Þá hefur það viðhorf fest í sessi að bendla öfgar þjóðernissinna hér og þar um heiminn við hægri stefnu. Bæði þessi sjónarmið byggja á misskilningi enda ganga þau í berhögg við grunnstef frjálshyggjunnar. Annars vegar felst mótsögn í því að kenna þá skoðun við öfgar, að viðskipti og félagsleg samskipti skuli byggja á friði og valkvæðri þátttöku, en ekki þvingunaraðgerðum æ sterkara ríkisvalds. Hins vegar er hvers kyns þjóðernisstefna sem byggir á ofbeldi eða kynþáttahyggju í andstöðu við hugmyndir frjálshyggjunnar um markaðsfrelsi því á frjálsum markaði spyr viðskiptavinurinn ekki hvernig bakarinn sé á litinn, heldur hvernig brauðið sé á bragðið.Friðarboðskapur frjálshyggjunnar Frjálshyggja (e. libertarianism) er reist á þremur meginstoðum: einstaklingsfrelsi, eignarrétti og frjálsum markaði. Til að þessar stoðir virki með skilvirkum hætti þarf að færa sem mest vald frá ríkinu og stjórnmálamönnum til þess vettvangs þar sem viðskipti og samskipti eru háð sjálfviljugri þátttöku fólksins sjálfs, þ.e. markaðarins. Markaður er ekki bara torg peningalegra viðskipta. Hann er ekki síður vettvangur þar sem fólk leggur sitt af mörkum af fúsum og frjálsum vilja til margs konar þjóðrifaverka, til dæmis til hjálpar þeim sem höllum fæti standa. Grunntónninn í frjálshyggjunni er því að fara skuli með friði og að ekki skuli liðið að einstaklingar eða ríkið beiti aðra ofbeldi að fyrra bragði. Þetta er stundum nefnt friðsemdarlögmálið (e. non-aggression principle).Þýskaland þjóðernishyggjunnar Á fjórða áratug síðustu aldar komst til valda einstaklingur í Þýskalandi sem hjó í allar þrjár meginstoðir frelsisunnandi manna. Hann svipti milljónir saklausra borgara frelsi sínu og lífshamingju með því hrekja þá burt af heimilum sínum og smala saman í fangabúðir til vinnuþrælkunar, pyntingar og dauða auk þess sem hann hirti af fólki margvíslegar eignir. Þá herti hann tök ríkisins á markaðnum líkt og enginn væri morgundagurinn. Efnahagslífinu var drekkt í sköttum, reglugerðafrumskógi og tilskipunum um hvað mátti framleiða og selja, í hve miklu magni og á hvaða verði. Ótækt þótti að viðskipta- og atvinnulífið fengi að hafa sinn gang samkvæmt framboði og eftirspurn; eftirlitsstofnanir hins alvitra ríkisvalds skyldu hafa síðasta orðið, ekki gagnkvæmur vilji seljenda og kaupenda á markaði.Öfgar til vinstri? Sá stjórnmálaflokkur sem leiddi þennan harðstjóra til valda hét Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eða Verkamannaflokkur þýskra þjóðernissósíalista á íslensku. Eitt helsta slagorð flokksins var „almannahagsmunir umfram einstaklinginn“. Margir myndu því telja að hér hefði verið á ferðinni vinstri flokkur með ofurtrú á miðstýringu og áætlunarbúskap. Í stað þess að fólk fengi með friðsælum hætti að haga lífi sínu eftir eigin draumum og hæfileikum, skyldu sjálfskipaðir þjóðfélagsverkfræðingar fyrirmyndarríkisins ráða örlögum þess. Allt fyrir heildina, var sagt. Því fór sem fór.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar