Aldur skyldi enginn forsmá Margrét Jörundsdóttir og Kristinn Sveinsson skrifar 15. maí 2015 08:00 Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Góðir samborgarar. Frá 17. febrúar til 17. mars á þessu ári bauðst okkur hjónum „endurhæfingarinnlögn” á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið þessarar þjónustu er að styðja og styrkja eldri borgara með það að markmiði að efla þá andlega og líkamlega í þeim tilgangi að gera þá betur í stakk búna að takast á við að búa áfram á eigin vegum, m.ö.o. að halda heimili. Lengst af ævinnar leiðir fólk ekki hugann að þessu, því það er aðeins hluti þess sem glímt er við í dagsins önnum. Fjölskylda, vinna og áhugamál eru hornsteinar lífsins. En þegar ellin þrengir að verður heimilishaldið aðalatriði og hornsteinn sjálfstæðs lífs. Dagskráin á Hrafnistu DAS var í samræmi við þetta: Í boði var dagleg sjúkraþjálfun og stólaleikfimi, sem gerði ótrúlegt gagn, enn fremur hin hefðbundna handavinna og spil. Síðast og ekki síst ber að nefna hin mannlegu samskipti, sem eru svo mikilvæg sérhverjum manni, ungum jafnt sem öldnum. Maður er manns gaman og þessi samvera með öðru fólki er afar mikilvæg þeim sem búa einir í elli sinni og við misjöfn kjör og aðstæður. Þjálfun og aukin færni geta eflt það sem kallað er „félagsleg virkni“. En með því er átt við að fólk lokist ekki inni í sér en leiti og njóti mannlegra samskipta. Án þeirra er ekkert líf, aðeins einangrun, einmanaleiki og lifandi dauði. Aðbúnaður, vistarverur, fæði, aðhlynning, umhyggja og viðmót starfsfólksins var til algerrar fyrirmyndar, einlægt og tilgerðarlaust – hvort heldur um var að ræða starfsstúlkur, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraþjálfara. Þarna var valinn maður í hverju rúmi. Maturinn var góður. Í boði var morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi, kvöldverður og kvöldhressing. Boðið var upp á hollan, bragðgóðan og einfaldan mat. Hann var snyrtilega fram borinn. Allt var þetta til mesta sóma þeim er að stóðu. Slíkt ber að virða og þakka. Við hjónin höfum aldrei nýtt okkur þessa þjónustu fyrr, en að fenginni reynslu er öldungis ótrúlegt til þess að vita að leggja eigi hana niður í sparnaðarskyni. Það mun þýða að þjónustan þyki of dýr og því ástæðulaust að bjóða hana til styrktar andlegri og líkamlegri reisn aldraðs fólks. Ég get hins vegar vottað og viðurkennt að þessi mánaðardvöl veitti okkur nýja sýn á lífið. Hún efldi okkur og styrkti. Síðastliðinn vetur var bæði þungur og þrúgandi fyrir eldra fólk. Færðin var þung og háskaleg okkur sem eldri erum. Af slíku leiðir langvarandi innisetur. Dvölin á DAS var því alger himnasending og að öllu leyti ómetanleg, enda jók hún okkur þrótt og bjartsýni. Það er bæði synd og skömm að svipta fólk þessari einstöku þjónustu. Ég er 85 ára gömul, maðurinn minn liðlega níræður. Við búum enn í eigin húsnæði og höldum eigið heimili. Við höfum ekki verið að þvælast fyrir eða angra stofnanir hins opinbera enda mjög erfitt og seintekið að fá nokkra aðstoð þar. Við eigum trausta fjölskyldu sem hefur sameinast um það að aðstoða okkur eftir megni eftir alvarleg veikindi og afleiðingar þeirra, sem herjuðu á okkur fyrir sautján árum. Reynsla okkar af læknum er yfirleitt góð. Mikið er talað um fjölgun eldri borgara í framtíðinni. Það er flest á neikvæðum nótum. Ég segi á móti að það er töggur í þjóð sem nær háum aldri. Hár meðalaldur bendir til almennra lífsgæða enda eru Íslendingar vel settir um margt. Eldri borgarar eru þeir sem lokið hafa ævistarfi sínu og verðskulda virðingu og góðan aðbúnað þegar þar er komið æviskeiðinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að úrræði ætluð eldri borgurum í eigin húsnæði eru í skötulíki. Þau líta vel út á pappír en þegar til á að taka er erfitt að nálgast og njóta slíkra úrræða – kerfið stíft og stirt. Kerfið er kerfi. Það er alls ekki einstaklingsmiðað. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir því, en notið úrræða barna okkar, sem leyst hafa það sem þurft hefur að leysa af drengskap og sóma.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun