Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 13:00 Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís. HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís.
HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira