Aukin stuðningur við börn Skúli Helgason skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar