"Útivistarreglur“ barna og unglinga á netinu Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun