Félagslegt heilbrigðiskerfi og einkavæðingin Rúnar Vilhjálmsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið rekið félagslegt heilbrigðiskerfi allt frá síðari hluta 20. aldar. Um það hefur verið breið samstaða meðal almennings og stjórnmálamanna. Það felur í sér að hið opinbera fjármagni að langmestu leyti heilbrigðisþjónustuna, sjúklingar beri því ýmist lítinn eða engan beinan kostnað af þjónustunni, og að hið opinbera annist sjálft og stýri rekstri helstu rekstrareininga svo sem sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og mikilvægrar lýðheilsustarfsemi. Félagsleg heilbrigðiskerfi er einnig að finna annars staðar á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Vandaðar alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að þessi félagslegu heilbrigðiskerfi eru skilvirkari en önnur heilbrigðiskerfi heimsins, það er, þau skila almenningi betri lýðheilsu fyrir lægri heildarkostnað en önnur kerfi. Á undanförnum árum hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Sú einkavæðing er bæði fjárhagsleg, í formi aukinnar einkafjármögnunar (sjúklingagjalda), og rekstrarleg, með auknum umsvifum einkaaðila í heilbrigðisþjónustunni. Vandaðar rannsóknir á afleiðingum rekstrarlegrar einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum nágrannalandanna sýna að slíkri einkavæðingu fylgir gjarnan aukinn ójöfnuður í notkun heilbrigðisþjónustunnar, sem á bæði rekstrarlegar, fjárhagslegar og landfræðilegar skýringar. Þá veldur slík einkavæðing gjarnan aukinni áherslu á sjúkdóma á kostnað heilsuverndar og forvarna. Um leið lækkar ekki heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustuna, heldur getur hann þvert á móti aukist, um leið og samhæfing og samfella í heilbrigðisþjónustunni getur raskast. Nú hefur frést að í velferðarráðuneytinu sé unnið að frekari einkavæðingu innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu með útboði nýrra einkarekinna heilsugæslustöðva. Óhætt er að fullyrða að þau áform eru ekki í samræmi við þá breiðu sátt sem ríkt hefur um skipan heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Töflu 1 má sjá niðurstöður úr nýlegri landskönnun Félagsvísindastofnunar meðal Íslendinga, 18 ára og eldri. Þátttakendur voru spurðir um það hvort hið opinbera eða einkaaðilar eigi fyrst og fremst að reka (starfrækja) heilbrigðisþjónustuna, eða hvort heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera.Meirihluti fyrir opinberum rekstri Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) taldi að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skáru sig úr, en jafnvel þar var meirihlutinn fylgjandi því að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðisþjónustuna. Í nýrri landskönnun Félagsvísindastofnunar fyrr á þessu ári voru svarendur á ný spurðir nánar út í rekstur einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar. Þar kom í ljós að mestur stuðningur var við opinberan rekstur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila, lýðheilsustarfsemi og tannlækninga barna. Skoðanakannanir meðal Íslendinga og nágrannaþjóða sýna að heilbrigðismálin eru meðal allra mikilvægustu málefna kjósenda fyrir hverjar kosningar. Pólitískt skiptir það því stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka miklu hvernig haldið er á heilbrigðismálunum. Sú vegferð einkavæðingar í íslenskri heilbrigðisþjónustu sem hafin er kann að verða þeim sem að standa pólitískt hættuspil í ljósi þeirra viðhorfa almennings sem að framan er getið. Um leið vakna spurningar um hvort valdheimildir ráðherra heilbrigðismála séu ekki of rúmar í núverandi lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi, því ráðherra getur samkvæmt lögunum gengist fyrir umtalsverðri breytingu á skipan heilbrigðismála án samþykkis Alþingis. Ástæða gæti verið til að endurskoða lögin og takmarka valdheimildir ráðherra þannig að meiriháttar breytingar þurfi að bera undir Alþingi. Tafla 1. Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin (starfrækt) af hinu opinbera: Í heild 81,1% Þar af: 18-39 ára 78,8% 40-59 ára 83,7% 60 og eldri 80,7% Konur 82,8% Karlar 79,3% Höfuðborgarsvæði 79,9% Landsbyggð 83,6% Grunnskóli 85,8% Framhaldsskóli 79,4% Háskóli 78,8% Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks 56,4% Stuðningsmenn annarra flokka 82,5% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, apríl 2013.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun