Bekkur Keflavíkurliðsins í mínus í fyrsta sinn í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:45 Tindastólsmaðurinn Svavar Atli Birgisson skilaði 7 stigum og 5 fráköstum af bekknum. Vísir/Andri Marinó Tindastóll varð í gær fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Domino´s deild karla í vetur þegar Stólarnir unnu sex marka sigur á toppliði Keflavíkur, 97-91, í Síkinu á Sauðárkróki. Mikið hefur verið talað um framlagið frá Keflavíkurbekknum í upphafi mótsins en liðið var fyrir leikinn í gær búið að fá 35,1 stig eða meðaltali í leik frá bekknum sínum. Bekkur Keflavíkurliðsins var ennfremur búinn að skila 149 stigum meira en bekkur mótherjanna í fyrstu sjö umferðunum en það þýðir að Keflavíkurliðið hafði að meðaltali fengið 21,3 fleiri stig frá bekknum heldur en andstæðingarnir. Bekkur Keflvíkinga hafði unnið stigabaráttuna við bekk mótherjanna með tólf stigum eða meira í öllum leikjum liðsins í fyrstu sjö umferðunum. Breiddin átti því án efa mikinn þátt í sjö sigrum Keflavíkurliðsins í röð. Stólarnir fengu hinsvegar fleiri stig inn af bekknum í gær, það munaði reyndar bara einu stigi, en þetta er engu að síður mikil breyting frá fyrri leikjum vetrarins. Keflvíkingar urðu líka á endanum að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn. José María Costa, nýr þjálfari Tindastóls, breytti byrjunarliðinu sínu en ungu strákarnir Ingvi Rafn Ingvarsson og Viðar Ágústsson byrjuðu báðir í fyrsta sinn í Domino´s deildinni í vetur. Costa gerði alls þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í tapleiknum á móti Snæfelli. Arnþór Freyr Guðmundsson, Helgi Rafn Viggósson og Darrell Flake fóru allir á bekkinn og Jerome Hill var aftur kominn í byrjunarliðið. Annars var það meiri lítið framlag frá bekk Keflvíkinga sem réði því að þeir fengu færri stig af bekknum en Stólarnir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði reyndar 11 stig en aðrir varamenn liðsins voru bara með sjö stig saman.Nettó í stigum frá bekk í leikjum Keflavíkur: 104-101 sigur á Þór: +21 (37-16) 109-104 sigur á Haukum: +14 (27-13) 94-84 sigur á Njarðvík: +24 (41-17) 99-69 sigur á Hetti: +32 (46-14) 96-87 sigur á Snæfelli: +12 (24-12) 101-94 sigur á Grindavík: +25 (44-19) 89-81 sigur á KR: +21 (27-6) 91-97 tap fyrir Tindastól: -1 (18-19) Dominos-deild karla Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Tindastóll varð í gær fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Domino´s deild karla í vetur þegar Stólarnir unnu sex marka sigur á toppliði Keflavíkur, 97-91, í Síkinu á Sauðárkróki. Mikið hefur verið talað um framlagið frá Keflavíkurbekknum í upphafi mótsins en liðið var fyrir leikinn í gær búið að fá 35,1 stig eða meðaltali í leik frá bekknum sínum. Bekkur Keflavíkurliðsins var ennfremur búinn að skila 149 stigum meira en bekkur mótherjanna í fyrstu sjö umferðunum en það þýðir að Keflavíkurliðið hafði að meðaltali fengið 21,3 fleiri stig frá bekknum heldur en andstæðingarnir. Bekkur Keflvíkinga hafði unnið stigabaráttuna við bekk mótherjanna með tólf stigum eða meira í öllum leikjum liðsins í fyrstu sjö umferðunum. Breiddin átti því án efa mikinn þátt í sjö sigrum Keflavíkurliðsins í röð. Stólarnir fengu hinsvegar fleiri stig inn af bekknum í gær, það munaði reyndar bara einu stigi, en þetta er engu að síður mikil breyting frá fyrri leikjum vetrarins. Keflvíkingar urðu líka á endanum að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn. José María Costa, nýr þjálfari Tindastóls, breytti byrjunarliðinu sínu en ungu strákarnir Ingvi Rafn Ingvarsson og Viðar Ágústsson byrjuðu báðir í fyrsta sinn í Domino´s deildinni í vetur. Costa gerði alls þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá því í tapleiknum á móti Snæfelli. Arnþór Freyr Guðmundsson, Helgi Rafn Viggósson og Darrell Flake fóru allir á bekkinn og Jerome Hill var aftur kominn í byrjunarliðið. Annars var það meiri lítið framlag frá bekk Keflvíkinga sem réði því að þeir fengu færri stig af bekknum en Stólarnir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði reyndar 11 stig en aðrir varamenn liðsins voru bara með sjö stig saman.Nettó í stigum frá bekk í leikjum Keflavíkur: 104-101 sigur á Þór: +21 (37-16) 109-104 sigur á Haukum: +14 (27-13) 94-84 sigur á Njarðvík: +24 (41-17) 99-69 sigur á Hetti: +32 (46-14) 96-87 sigur á Snæfelli: +12 (24-12) 101-94 sigur á Grindavík: +25 (44-19) 89-81 sigur á KR: +21 (27-6) 91-97 tap fyrir Tindastól: -1 (18-19)
Dominos-deild karla Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira