Fékk fyrstu Honda þotuna í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 14:32 Fyrsta þota Honda afhent á jóladag. Autoblog Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent
Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent